Skírn.

Í dag var litla daman sem Jón Ágúst og Dagga eignuðust fyrir 2 vikum síðan,(sextánda barnabarnið okkar Ronna), skírð. Hún fékk nöfnin Árný Erla.

Árný heitir föðuramman og Erla heitir móðuramman.  Þær táruðust báðar, þegar nöfnin komu.

Til hamingju litla yngismær.

Og til hamingju með nöfnin ömmur.

 

Skírt var heima hjá þeim Jón og Döggu, og lánaði ég þeim kristalsskál, sem foreldrar mínir fengu í brúðargjöf, og ég notaði þegar Kalli minn elsti sonur var skírður,(1980) og þegar elsta barnabarnið mitt, hún Amalía Petra var skírð (1995), sem Helga dóttir mín á, og svo þegar Brynjar Hugi, miðbarn Kalla sonar míns var skírður (2005).

 

Elsta dóttir Döggu,(8 ára) hélt á þeirri litlu undir skírn og sagði nöfnin,(mamma hennar stóð við hliðina á henni og þurfti að hvísla 2x í eyrað á henni nöfnin), en hinar 2 dætur Döggu og svo sonur Jóns, stóðu hjá, öll með logandi kerti í hendi, falleg sjón.

 

Þetta var fín veisla, maður sko át á sig gat, tertur, heitir réttir og brauðtertur.

 

Nóg var af börnunum í veislunni,(14) og eftir að þau höfðu étið nóg af kökum, heimtuðu þau út, enda snjór, sem sést nú ekki oft hér á Höfn. Baltó, hundurinn okkar var látinn draga þau út og suður á snjóþotu, við mikinn fögnuð. Baltó er sko hálfur sleðahundur, Siberian Husky.

 

Eftir 2 vikur verður svo mitt yngsta barnabarn skírt, sonur Kalla, en þau búa á Akureyri, vonandi komumst við þangað, en það fer allt eftir,veðri,færð og benzinkostnaði.

 

 

Ætla að reyna að setja inn nokkrar myndir frá skírninni og bæta svo við myndum í jólaföndrið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju voru ekki öll börnin þín skírð upp úr skálinni? (nema ET náttúrlega)

Gaja (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 14:27

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Kalli var skírður heima, ekki hin börnin.

Svanhildur Karlsdóttir, 11.11.2007 kl. 17:05

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Hæ. Til hamingju með þetta. Var að skoða krukkurnar þínar, sniðug hugmynd hjá þér. Krukkur er hægt að nota svo margt og ekki verra ef þær líta vel út.

Annars, bestu kv. frá Akureyri.  Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 12.11.2007 kl. 15:03

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þakka kveðjuna. kv. B

Baldur Kristjánsson, 15.11.2007 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband