15.11.2007 | 20:09
Síld.
Heyrði í Ronna áðan (kl. er núna 19.30), þeir voru komnir með 500 tonn og á heimleið, þegar hringt var úr landi og þeim skipað að snúa við og taka um 100 tonn í viðbót.
Assgoti, núna verða þeir ekki komnir heim fyrr en einhverntíma á laugardegi.
Ég hata þessa síldartúra !!!! Jújú, gott er að fá pening, til að borga skuldir, en þessir dagar sem hann er úti eru djöfulegir, (fyrir mig sko), veit að honum líður vel, því hann elskar sjóinn, þó svo hann segist vera hættur til sjós. Svo ég reyni alltaf að bíta á jaxlinn (þennan eina sem eftir er í kjaftinum á mér) og vera hörð sjómannskona.
Kynntist fyrst sjónum 2002, þegar við fluttum hingað, og þá bara í landi, þegar Ronni tók að sér aukavinnu við að fella net. Hann setti mig í það að skera af, (skera ónýtu netin af, áður en hann setti ný net á) úffffffff, gekk erfiðlega fyrst, en svo komu handtökin.
Í nóv. 2003 fór hann í fyrsta sinn á sjó, eftir að við fórum að búa saman, (hann hafði verið sjómaður í 20 ár, en sagðist vera hættur, þegar við kynntumst, árið 2001).
Þetta var erfiður tími, og ég fárveik, en það þýddi ekkert að tala um það, okkur vantaði peninga, svo hana nú.
Síðan hefur hann alltaf tekið nokkra síldartúra, á hverju ári í nóv-des., alltaf jafn erfitt fyrir mig en alltaf jafn gaman fyrir hann.
Take care.
Athugasemdir
Heyrðu, á hvaða síðu er Ronni með myndirnar af fermingunni hennar VRV???? Ég átti alltaf eftir að stela þeim, á næstum engar myndir frá þeim atburði. **
Gaja (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 21:08
Gaman ?
Hann hringir í mig hágrátandi fyrir hver jól & kvartar yfir því að þú hafir rekið hann niður á bryggju ?
Viðurkenndu bara að færslan mín var fínn húmor, KONA ....
S.
Steingrímur Helgason, 16.11.2007 kl. 00:11
jújú Steini minn, enda hló ég, takk ezzkan...
Svanhildur Karlsdóttir, 16.11.2007 kl. 00:57
Gaja mín, skal athuga málið, læt þig vita, knús og kossar.
Svanhildur Karlsdóttir, 16.11.2007 kl. 00:59
isss þú sest bara upp hjá mér!!!! Vælum bara saman þegar kallarnir okkar strjúka svona frá okkur
Saumakonan, 16.11.2007 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.