Aftur á sjó.

Enn og aftur er kallinn minn farinn á sjó, þetta er fjórði síldartúrinn hans núna.

Ef allt gengur vel, kemur hann heim á sunnudag.

En veðurspáin er hryllileg, stormur að skella á, svo ekki komast þeir á síldarmiðin fljótt og vel, skil ekki af hverju skip eru send út þegar svona spáir.

 

Námskeiðinu lauk í gær (bloggaði um það um daginn), við vorum svo ánægðar konurnar með það, að við vildum helst ekki hætta, og ég lærði helling á því, verð bara að vera dugleg að láta þetta allt tolla í hausnum á mér.

 

Hef sofið illa undanfarnar nætur, helv. bakflæðið að angra mig. En þetta er bara mér að kenna, hef ekki passað nógu vel, hvað ég hef sett ofan í mig, verð að taka mig á.

 

Heimsækji bókasafnið reglulega núna, til að ná nýju bókunum.

Er núna að lesa mjög góða bók, get varla lagt hana frá mér, Þúsund bjartar sólir heitir hún. Mjög átakanleg en vel skrifuð.

 

Take care.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er ég farin að kannast almennilega við þig, þú=bókasafn=bækur!!! Verst að bakflæðið er að angra þig en mundu þú ert það sem þú étur

Höfuðið (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:17

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

hehehe já Höfuðið mitt, bækur, i love it matur, i love it

Svanhildur Karlsdóttir, 29.11.2007 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband