Félagsfælni.

Ég hef þjáðst af félagsfælni í mörg mörg mörg ár, er drulluhrædd við allt og alla.  Mér finnst að allir séu betri en ég og allir segja allt rétt, nema ég.    Byrjaði að blogga fyrir 3 árum á msn-blogginu, rólega, en smátt og smátt komu mínar hugsanir í ljós.  Hafði áður bara sett allt mitt niðurá word-skjali sem enginn sá nema ég  (ábending frá geðlækni) og vá, það hjálpaði.

 

Oft leið mér það illa, að þegar síminn hringdi,þá lét ég hann hringja, ef minn maður var heima, þá svaraði hann (ef ég hafði ekki falið símann það vel að hann fannst ekki), en ef hann fannst, og minn kall svaraði, þá eftir miklar fortölur og grát, þá laug hann, að ég væri í sturtu, sofandi eða nýfarin út að labba (hahahaha), æi ég bara gat ekki talað.       Þetta er ljótt, ég meina alltaf ljótt að plata og hvað þá að láta aðra plata fyrir sig.    En ég bara gat ekki talað..... Myndu þeim hafa liðið vel, mínum ættingjum og vinum, ef þau hafi vitað að mér leið svona illa, að ég gat ekki talað ?  NEI.    Og svona langt á milli okkar?     Betra var að þau vissu ekki.   Betra að okkur tveim leið illa, heldur en þeim öllum.    Ekki satt ?

 

Hef verið drulluhrædd að commenta hér á þessu moggabloggi, nema hjá mínum nánustu vinum, en í kvöld commentaði ég hjá einum vinsælasta bloggara landsins,ég fór í flækju á eftir, hvurnig í assgotanum þorði ég þessu.    En hún tók þessu vel, takk fyrir, þetta hjálpaði mér mikið.

 

Allavega er ég skárri en ég var fyrir um 3 árum, því núna í dag þori ég út í búð, og get verslað, og það meiraaðsegja alein, en stundum fer ég í baklás og verð að hafa kallinn með mér í búðina.    Áður fyrr, fór ég ekki í búð, ekki einusinni til að verlsa í matinn, minn kall varð að sjá um allt.  (ég fór ekki út úr húsi í 1-2 vikur).

 

En fyrir um 2 árum fór ég alein í sjoppu hér nærri, með plastpoka fullan af klinki, mig vantaði sígarettur.   Og frekar en að verða sígó-laus lagði ég þetta á mig, Guð hvað þetta var erfitt, biðja um 1 sígó-pakka og skella svo öllu klinkinu á borðið (við vorum og erum enn frekar peningalaus) (ég öryrki og minn kall verkamaður).    Mikið var ég stolt af mér, og minn maður hrósaði mér, þegar hann kom heim úr vinnu.    Ég hækkaði um marga centimetra.         En hvað leggur maður ekki á sig fyrir nikótínið ?   Ég safna alltaf í dollu öllum 1-og 5-krónu-peningum.

 

Ég hef verið uppdópuð af lyfjum gegnum árin, (sem ég er laus við núna)  ætla að blogga seinna allt um það.

 

Take care.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Böööhhhhh ......

Svanhildur félagsfælni ofurbloggarinn með tvær bloggfærslur í dag & farin að rífa kjatt allsstaðar á eðalbloggum. 

Félagsfælin, já, minn eðalbónaði afturendi...  (rass!) 

Steingrímur Helgason, 6.12.2007 kl. 23:09

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

ég er sár núna Steingrímur

Svanhildur Karlsdóttir, 7.12.2007 kl. 14:29

3 identicon

langaði bara að senda þer knússss

allt gott að frétta heðan og kalli er loksins í fríi

heyrumst fljótlega

kv magga 

magga (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 13:00

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hanú, sár ?

Af því að ég sé þig með mínum augum frekar en þínum ?

Er það nú eitthvað til að láta sér sárna yfir, vinkona ?

Steingrímur Helgason, 8.12.2007 kl. 22:21

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Vissi ekki að þú hegðir gengið í gegn um þetta en þekki fleiri sem hafa lent í einhverju álíka og líka farið á geðdeild til að leita sér hjálpar. En held að það sé afar gott að tjá sig um þessa hluti og hjálpi fólki mikið. Stundum syrtir að en öll él byrtir upp um síðir. Óska þér alls góðs Svana mín...  Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 9.12.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband