10.12.2007 | 18:48
Ömmusystir
Í dag varð ég loksins ömmusystir. Lítill strákur kom í heiminn, til hamingju elsku Silla systir og til hamingju Brynjar og Eyrún.
Við erum bara þrjár systurnar (enginn bróðir), ég er yngst, og ég varð amma fyrir nærri 13 árum, barnabörnin mín eru orðin 7 og stjúpbarnabörnin 9, semsagt 16 barnabörn, svo það var löngu kominn tími til að systur mínar gerðu mig að ömmusystir. Hin systirin verður svo amma í febrúar. Núna vona ég að þær séu teknar við að eignast barnabörnin, svo ég fái smá frí.
Við hjónin eignuðumst nýjan hund á laugardaginn, hreinræktaður Enskur Pointer, ekta fuglaveiðihundur. Hann er 5 ára gamall, fyrri eigandi varð af óviðráðanlegum örsökum að losa sig við hann. Þessi fyrri eigandi hafði keypt hann á 150 þús. og þjálfað hann mjög vel upp sem veiðihund. Við fengum hann gefins.
Auðvitað urðu voða læti fyrst þegar hann kom, Baltó tók vel á móti honum, og vildi bara leika, svo komu lætin um yfirráðin á heimilinu, þeir hommuðust um allt hús.
En í dag virðast þeir sáttir, svo ég vona að þetta gangi allt vel.
Nýi hundurinn heitir Tígull.
Ég er búin að vera þung síðustu daga,( jájá ég veit að ég er alltof þung líkamlega), en ég meina andlega þung. Ég skal koma mér upp pillulausri. Hef ekki tekið geðpillu síðan í mars, og hef dottið niður öðru hverju síðan, en náð mér upp aftur.
Ahhhh, verð nú að segja að mér finnst ég miklu meira gömul, að vera "ömmusystir" heldur en "amma"
Take care.
Athugasemdir
Já til hamingju að vera loksins orðin ömmusystir, það var mál til komið. Mér fannst ég líka verða rosalega gömul fyrir öllum þessum árum þegar ég varð það fyrst en ég er svo ung að ég er ekki enn orðin amma!! Síðasta prófið á morgun, dííí hvað ég verð fegin. Er Ronni á sjó? Og til ham m nýja hundinn sem ég var að lesa um
Höfuðið (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 20:39
Til haingju með þennan titil og líka hundinn ! Þú nærð þér upp úr andlega þunganum er ég viss um .....Gangi þér vel. Magga
Hulda Margrét Traustadóttir, 11.12.2007 kl. 11:38
HAMINGJU !!!
Hulda Margrét Traustadóttir, 11.12.2007 kl. 11:38
hæhæ til hamingju með að vera orðin ömmu systir
komin tími til híhí.gott að heyra með pillurnar
við hugsum til ykkar.
kv magga
magga (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 14:15
Til hamingju með nýja titilinn elsku vinkona! Þung í skammdeginu? Nei er það ekki bara einhver ímyndun? Allir svo hressir og kátir á þessum árstíma sko ...
Kveðja til frænka
Maddý (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 17:51
takk elskurnar.....
Svanhildur Karlsdóttir, 11.12.2007 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.