Jólaboð.

Við gömlu vorum að koma úr jólaboði hjá tengdapabba og hans konu.

Auðvitað át maður yfir sig, enda miklar kræsingar á borðum.

 

Í gær var ég að lesa bók, sem ég tók á bókasafninu, dísus kræst mér ofbauð lýsingarnar, marglagði bókina frá mér, en þrjóskaðist við, enda var hún spennandi.

Þessi bók heitir Ógn eftir Þórarinn Gunnarsson.

 

Kláraði nýju bókina eftir Yrsu í fyrradag, hún var góð.

 

Núna ætla ég að henda mér í sófann, horfa á Everton-Arsenal, kíkja í nýju Harry Potter bókina, og narta í saltstangir.

 

Take care.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er eins og þegar ég er að horfa á spennandi bíómyndir á DVD, ég stoppa og hvíli mig ef myndin er of spennandi.  Ég á tvær bækur ennþá í plastinu, önnur er Systraflækja og ég hlakka til að lesa hana og hin er The Secret/Leyndarmálið og henni ætla ég að skila, ég þarf engin leyndarmál.  Ertu búin að lesa þessar bækur???

Er búin að sofa í allan dag en átti yndislegt gærkvöld með kertaljósum og rauðvíni en fór nú samt snemma að sofa ...

Maddý (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 21:41

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Nei Maddy hef ekki lesið þessar bækur.....knús

Svanhildur Karlsdóttir, 29.12.2007 kl. 21:48

3 identicon

Er núna fyrst að kíkja hér, tölvan hefur verið í jólafríi   Hef ekkert lesið, tími því ekki á meðan Ásan mín er hér. En hef haft nóg að borða, skruppum norður í gær til tengdó, allt gott þar. Hér er brjálað veður, verst að þurfa að fara út og viða að sér í matinn fyrir annað kvöld. Heyrumst, hafið það gott og bestu kveðjur til allra. ISK

Höfuðið (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband