Í síðustu færslu...

Í síðustu færslu þar sem ég sagði frá mínu pilluáti, vil ég bara taka fram að ég misnotaði ekki pillurnar,(nema þegar ég vildi hverfa) þessar pillur voru allar samkvæmt læknisráði..

Þegar ég fór til geðlæknis á 3 mán. fresti, mat hann mig yfirleitt veikari en síðast, og fjölgaði pillunum.

En pilluát eitt og sér, læknar ekki þunglyndi, það þarf meira til, eins og t.d. viðtöl hjá sálfræðingi.

 

Hingað austur kemur sálfræðingur á 4-6 vikna fresti, ég fór nokkrum sinnum til hans, en gafst upp á honum.    Það er óskaplega leiðinlegt að tala við mann sem hálfliggur í stólnum, geispar og glápir út um gluggann.

 

Ég náði góðu sambandi við sálfræðing, þegar ég var 4 vikur inni á geðdeild, (árið 2005) Þegar ég var útskrifuð, vildi hún að ég kæmi til sín, vikulega í 1 ár.   En það bara gekk ekki upp, alltof langt að skutlast á milli, svo eina ráðið var að ég sjálf yrði dugleg að vinna með mig, og svei mér þá, það hefur bara gengið ágætlega.

Hef líka góðan stuðning frá eiginmanni , börnum og systrum.

 

Veit af konu hér á Höfn sem keyrði til Rvik vikulega í 1 ár, og er hún í góðum málum í dag, og dáist ég af dugnaði hennar.

 

Í gær fékk ég símtal frá félagsmálafulltrúanum hér á staðnum.(hef aldrei hitt eða séð hann)  Hann hafði frétt af mínum veikindum og vill hjálpa mér, svo ég fer í viðtal við hann í næstu viku.

 

En eins og ég hef áður bloggað um, þá dreif dóttir mín mig með sér á sjálfstyrkingarnámskeið í nóvember s.l. og hafði ég mikið gott af því.( verst að ég með mitt glataða skammtímaminni man ekki rassgat af námskeiðinu í dag). En leiðbeinandinn á námskeiðinu vildi allt fyrir mig gera, og fékk leyfi hjá mér að ræða mín mál við félagsmálafulltrúann.

 

Takk fyrir frábærann stuðning við síðustu færslu.

 

Take care.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fékkstu ekki eitthvað á blaði á þessu námskeiði sem þú getur rifjað upp?  Svo er örugglega hægt að gúggla eitthvað um sjálfsstyrkingu, ef þú finnur eitthvað þá máttu gjarnan vísa á það hérna, allir hafa alltaf gott af meiri sjálfsstyrkingu

Knús á þig

Maddý (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 12:04

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Jú Maddy fékk fullt af blöðum með heim, setti það á góðann stað svo ég gæti flett þessu öðru hvoru, en hvar þessi góði staður er, það er spurning

Svanhildur Karlsdóttir, 11.1.2008 kl. 14:31

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gott að þú ferð og hittir félagsmálafulltrúann, það er líka einangrun að vera mikið einn og ekki á vinnumarkaði - gott að gera eitthvað, hitta fólk......tala. Gangi þér sem allra best....Þú nærð þér upp - um það er ég alveg viss. Knús

Hulda Margrét Traustadóttir, 11.1.2008 kl. 19:19

4 identicon

Leiðinlegt að heyra hvað þér líður illa, ekki gott að byrja árið á því. En ég veit að þér tekst að rífa þig upp úr því, þú ert miklu sterkari en þú gerir þér grein fyrir!

Eitt sem mig langar að stinga upp á. Þar sem þú ert svo mikill lestrarhestur, gætirðu þá ekki prófað að lesa einhverjar sjálfstyrkingarbækur? Þú gætir jafnvel glósað upp úr þeim það sem þér finnst sniðugt eða vilt muna eftir. Svo þegar þér líður illa, kíkirðu bara í glósurnar þínar. Sakar kannski ekki að prófa.

Kossar og knús

Rósa Hlín (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband