19.1.2008 | 21:07
Geðorðin 10.
1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara.
2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um.
3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir.
4. Lærðu af mistökum þínum.
5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina.
6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu.
7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig.
8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup.
9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína.
10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast.
Þetta er búið að hanga upp á ísskápnum mínum síðustu 2 ár, en ég gleymi alltaf að lesa þetta reglulega.
1. Hmmm, snjór, ojbara....jákvæð hugsun: ég get hent snjóbolta í kallinn minn.
2. Aumingja hundarnir mínir eru knúsaðir í tætlur daglega.
3. Jájá, en fell í öllum prófum, því ég man ekkert.
4. Hef ekki við að læra af mistökum.
5. Nenni því ekki.
6. Lífið er flækjufótur.
7. Það geri ég .
8. Ég held ég komist aldrei í mark.
9. Hvaða hæfileika ?
10. Þarf að lesa þessa frægu bók, Sceret.
Þessi svör mín, eru nú ekki í alvöru, bara smá djók, en væri gaman ef þið bloggvinir góðir vilduð svara, hvort sem þið svarið hér í commenti eða bara hver fyrir sig.
Take care.
Athugasemdir
Ekki séns...
Steingrímur Helgason, 19.1.2008 kl. 22:28
Mér finnst að þú eigir að skrifa upp alvöru svara-lista. Bara fyrir þig. Athuga hvort það geti verið að alvöru-listinn verði kannski ósköp svipaður þessum. Vertu góð við sjálfa þig. Trúðu á sjálfa þig. Og jafnvel þegar trúin er ekki mikil segðu þá eitthvað jákvætt upphátt við sjálfa þig.
Í hvert skipti sem dóttir mín segir eitthvað neikvætt um sjálfa sig þarf hún að borga mér 100 kr. Það hefur gert hana meðvitaðri um alla neikvæðu hlutina sem hun bæði segir og hugsar um sjálfa sig.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.1.2008 kl. 15:51
Ég reyni að hugsa jákvætt og vera jákvæð því það laðar það sama að....en það gengur svo sem misvel...en ég held ég gæti nú bætt mig eitthvað í öllu sem þú telur þarna upp... en að gefast upp...nei....maður getur jú alltaf á sig blómum bætt..
Agný, 21.1.2008 kl. 10:02
Hæfileikar Svanhildar:
Kannt að baka alveg eins smákökur og Rósa amma.
Varst rosa dugleg og kraftmikil í erobikki svo þú þarft endilega að byrja á því aftur.
Ertu dugleg að föndra og gera handavinnu.
Ert góð við hunda og þeir hænast að þér.
Mér heyrist á öllu að þú sért góð systir.
Þú ert líka góð móðursystir.
Það var alltaf gott að koma í kaffi til þín í Borgarnesi og þú hlustaðir á mann.
Og eflaust ótal margt fleira!
Rósa Hlín (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 19:27
Takk elsku Rósa Hlín og takk þið hin líka
Svanhildur Karlsdóttir, 21.1.2008 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.