27.1.2008 | 15:35
Sunnudagsblogg.
Jæja, Maddý óskaði eftir bloggi svo ég ætla því að reyna að bulla eitthvað.
Við tókum jólaljósin úr gluggunum í dag, já ég veit samkvæmt hefð ætti það að vera löngu búið, en mér finnst bara allt í lagi að hafa þessi ljós uppi svona út janúar. Ekki veitir af að lýsa upp þetta svarta myrkur sem umlykur mann.
Núna eru gluggarnir gráir og tómlegir.
Á föstudagskvöld snappaði ég , já ég bókstaflega fékk kast.
Hundarnir tættu í sundur kodda í stofunni, og svamp-kurlið var út um allt.
Ég argaði og hundskammaði þá, Ronni tók þá og lokaði þá inni í sitt hvoru búrinu í smátíma. En við erum ekki vön að læsa þá svona inni.
Jæja, seinna um kvöldið þegar við fórum að sofa, blasti við okkur hlandblautt rúm.
Baltó var búinn að mótmæla því að vera skammaður.
Ég fékk annað kast.
Við urðum að gjöra svo vel að sofa í fataherberginu, en þar er tvíbreitt gestarúm.
Í gær var minn annar fundur í sjálfshjálparhópnum, góður fundur.
Nóg bull í bili.
Take care.
Athugasemdir
Hundaskammirnar! Systir mín á þrjá hunda og þeir fá stundum búraðferðina þegar þeir eru óþekkir en það kemur nú ekki oft fyrir. Gott hjá þér að taka kast á þá, það hefði verið gaman að fá að vera fluga á vegg ...
Maddý (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 16:55
Þegar ég tek niður jólaseríurnar, skil ég eftir eina rauða seríu, sem liggur í gluggakistunni. Það finnst mér svo hlýlegt. Þú gætir tekið það upp eftir mér.
Anna Einarsdóttir, 27.1.2008 kl. 18:05
Takk Anna, líst vel á það, annars gleymdi ég að taka fram, að ein gluggaserían fór upp á vegg, hjá stiganum, veitir ekki af að lýsa upp fyrir gamlar lappir sem þar ganga um ....
Svanhildur Karlsdóttir, 27.1.2008 kl. 18:24
hæhæ við vorum líka að taka jólaljósin úr stofunni okkar hehe finnt að hafa þetta aðeins lengurja það er sko greinilega nóg að gera hjá ykkur með hundana hehe.
við biðjum að heilsa ronna
kv magga
magga (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 20:29
Ég les oft bloggið þitt og verð að segja þér að ég dáist að þér, mér finnst þú hugrökk og skynsöm í skrifum þínum. Ég skil svo margt af því sem þú skrifar um, því miður en ég hef ekki hugrekki til þess að koma því í orð. Ég þori alls ekki að láta nafn míns getið á svona opnum vef, ég vona að þú fyrirgefir mér það.
Kveðjur og von um að góða heilsu.
NN (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 22:38
jólaseríurnar hanga enn á trjánum hjá mér og svölunum framan á húsinu. Get ekki hugsað mér að taka þennan gleðigjafa niður strax.
Jóna Á. Gísladóttir, 27.1.2008 kl. 23:54
Er ekki gott að hafa hunda til að skamma? Ég hef kött og skamma hana reglulega (í gamni oftast), áður en ég fékk köttinn bitnaði þetta alltaf á ryksugunni! Annars er ég búin að slökkva á öllum seríum en hef nokkrar uppi og kveiki ef mér finnst það passa og ef mig langar til.
Kveðja úr borginni...
Vilborg Traustadóttir, 28.1.2008 kl. 00:41
Hundarnir hafa greinilega verið eitthvað pirraðir E.t.v. að mótmæla þessu með jólaljósin hehe....en auðvitað um að gera að lýsa upp skammdegið eins lengi og hægt er ég er með hvíta seríu í stofu glugganum hjá mér nær allt árið um kring.
En flott hjá þér að drífa þig í sjálfshjálparhópinn...þú ert á réttri leið.
Hulda Margrét Traustadóttir, 28.1.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.