2.2.2008 | 21:45
02.02.02
Við hjónin eigum víst 6 ára brúðkaupsafmæli í dag , en erum orðin svo gömul og kölkuð að við vorum búin að gleyma því, þar til áðan að hamingjuóskir komu frá systur minni.
Fór á minn vikulega geðfund í dag, mjög góður fundur.
Okkur var boðið í þorramat í gærkvöldi, lítið át ég þar nema hangikjötið og harðfiskinn.
Þegar ég bjó í Hrútafirðinum (1974-1985) fór ég alltaf á 2 þorrablót á ári, á Borðeyri og í Staðarskála. En enn hef ég ekki lært að borða þorramat. En hvur veit, kannski það lærist, það eru nú ekki nema svona 10 ár síðan ég fór að éta skötuna.
Er búin að vera hátt í klukkutíma að skrifa þessa litlu færslu, allt í hrærigraut í hausnum á mér, svo læt þetta duga núna.
Take care.
Athugasemdir
Til hamingju með daginn, ekki mundi ég eftir þessu en samt átti ég stórann þátt í þessum degi fyrir 6 árum, jeminn hvað tíminn æðir áfram.
Knús og hafðu það gott
Maddý (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 22:31
Ég mundi reyndar eftir þessu, en hefði ekki átt orð að fyrra bragði því að mér er nú orðið skiljanlegra að einhverjum bloggvinum þínum henti eitthvað að finnast mínar athugasemdir á þínu bloggi vera eitthvað meinhæðnar.
Það er ekki mitt um að meta reyndar, en ég veit nú að við Madddý stóðum okkur ágætilega þennann dag, fyrir sex árum síðan & erum stolt ennþá af.
Vil því bara segja til hamíngju með daginn.
Steingrímur Helgason, 2.2.2008 kl. 22:57
Takk takk
Svanhildur Karlsdóttir, 3.2.2008 kl. 14:02
Til hamingju. Við José giftum okkur 1991 - svo það er ekki svo langt í 20. árin. Je minn eini hvað tíminn líður.
Hulda Margrét Traustadóttir, 3.2.2008 kl. 15:10
Til lukku með gærdaginn ... Betra seint en aldrei að kommenta.
Anna Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 17:46
Til lukku með þetta, hélt upp á postulínsbrúðkaup í október, eða hélt reyndar ekki upp á það...en það eru 20 ár.
Vilborg Traustadóttir, 3.2.2008 kl. 21:50
Til hamingju með daginn og systurbarnabörninn
Íris Gísladóttir (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 22:54
Góðan daginn bollan þín eigðu mikið góðan dag
Maddý (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 10:04
Til hamingju með brúðkaupsafmælið!
Rósa Hlín (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 10:24
Þú heppin að eiga mig að
Höfuðið (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 07:05
Er ekkert að frétta úr sveitinni?
Maddý (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:20
Nú er að kíkja á ketilas08.blog.is. Flott ball í sumar fyrir jafnaldra okkar
Hulda Margrét Traustadóttir, 5.2.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.