24.2.2008 | 17:33
Konudagur.
Ég gafst upp í morgun, að bíða eftir því að fá kaffi í rúmið, minn kall svaf svo lengi.
Enda allt í lagi með það, hann færir mér svo oft kaffi í rúmið, sama hvaða dagur er.
Og ekki nennti ég að fara á fætur kl 6 á bóndadaginn, til að færa honum kaffi í rúmið, áður en hann færi að vinna. Mér finnst að bóndadagur eigi að vera á laugardegi, nú eða sunnudegi.
En í kvöld ætlar hann að elda handa okkur önd (sem hann skaut um daginn), namminamm og ég fæ rauðvín með.
En ég vaknaði illa upp í gærmorgun um 8-leytið, heyrði vatnshljóð, settist upp, og þá stóð Baltó uppi í hjónarúmi, til fóta hjá mér og PISSAÐI.
Hann er vanur að sofa þarna til fóta hjá mér, hann fer alltaf í búrið sitt á kvöldin (við höfum það alltaf opið) en um miðja nótt kemur hann alltaf uppí.
Ég var nærri búin að arga upp og taka kast, en fór svo að hugsa, það voru komnir 3 sólarhringar síðan hann fékk síðustu pensilin-sprautuna, svo hún hætt að virka. (gat samt ekki stillt mig um að skammast aðeins).
Við hringdum í dýralæknir, og hún kom seinna um daginn (var sem betur fer stödd hér um helgina), hún sprautaði hann og skyldi eftir í sprautu sem á að duga í 3 skipti enn, verðum semsagt að sprauta hann á 3-sólarhringa-fresti.
Hún sagði að hann væri greinilega með blöðrubólgu og mætti alls ekki fara neitt að synda, fyrr en í vor.
En þeim Baltó og Tígli finnst voða gaman að fá sér sundsprett í næstu á, eða bara í sjónum.
Núna er minn kall með þá í göngu, enda veðrið alveg yndislegt, glampandi sól og logn. Ég nennti ekki með, þurfti ýmislegt að stússast hér heima.
Setti inn nokkra linka á bloggvini og síður sem ég les.
Það var góður fundur hjá okkur í "geðveika hópnum" (við köllum okkur þetta) í gær.
Til hamingju með daginn konur.
Take care.
Athugasemdir
Vona að Baltó lagist....en til hamingju með daginn allar....
Hulda Margrét Traustadóttir, 24.2.2008 kl. 21:44
Til hamingju með daginn, mundi allt í einu eftir að koma hingað með hamingjuóskir, annars hef ég bara sofið soldið mikið í dag ....
Maddý (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 22:52
Æ vona að Baltó verði fljótur að ná sér til hamingju með daginn
Brynja skordal, 24.2.2008 kl. 23:32
Gott hjá þér að svera þér bara sjálf í kaffið. Ég man ekki lengur eftir þessum konu-bóndadögum. Þetta eru skepmmtilegir siðir en vilja hverfa í öllu amstri hversdagsins. Vonandi lagast Baltó fljótt.
Vilborg Traustadóttir, 25.2.2008 kl. 11:25
Ha ha já þetta með kaffið á mínum bæ ljúfasta stund dagsins, þegar einginn er komin á fætur. Balto ræfillinn, honum hefur nú sennilega ekki þótt gott að missa sig svona, vona að sprauturnar virki fljótt og vel, Bráttu kveðjur
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 25.2.2008 kl. 12:24
Takk fyrir kveðjurnar
Svanhildur Karlsdóttir, 25.2.2008 kl. 12:35
Úff.. Greyið voffi - vona að honum batni sem fyrst svo hann komist í sund. Mar hefði nú ekki verið par ánægður ef einn slíkur færi að fossa yfir mann í svefni sko.. *bros*. Takk fyrir innlit Svanhildur..
Tiger, 26.2.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.