Það sem aðrir hugsa um þig, skiptir þig ekki máli

Ef það að aðrir hafi trú á þér eða draumum þínum væru skilyrði fyrir velgengni, myndu flest af okkur aldrei koma neinu í framkvæmd.      Þú verður að byggja ákvörðun þína um hvað þig langar til að gera, á draumum þínum  og þrám - ekki á draumum, þrám, skoðunum og mati foreldra þinna, vina, maka, barna eða samstarfsmanna.        Hættu að hafa áhyggjur af því hvað annað fólk hugsar um þig, fylgdu hjartanu þínu.


 18/40/60 regla Daniels Amens er eftirfarandi:  Þegar þú ert 18 ára hefur þú áhyggjur af því hvað allir í kringum þig hugsa um þig;     þegar þú ert 40, er þér alveg sama hvað aðrir hugsa um þig; þegar þú ert 60 ára, þá áttar þú þig á því að enginn hefur verið að hugsa um þig í raun og veru.


Ertu undrandi,  mestan tímann, þá hefur enginn verðið að spá í hvað þú ert að gera.    Þeir eru allt of uppteknir af sínu eigin lífi og ef þeir eru að hugsa um þig, þá eru þeir að spá í hvað þú ert að hugsa um þá.    Fólk hugsar um sjálft sig, ekki þig!      Hugsaðu um það - allann þann tíma sem þú hefur eytt í að hafa áhyggjur af því hvað annað fólk heldur um hugmyndir þínar, markmið, drauma, um fötin þín, hárið þitt, heimilið.... þú hefðir frekar átt að eyða þeim tíma í að ákveða hvað þú ættir að gera til að ná markmiðum þínum og draumum.

 

Take care.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Flott skrif hjá þér ....er svo sammála þessu, hef búið í litlu bæjarfélagi þar sem verulega var erfitt að sleppa við umtal. Ak er góð stærð af bæjarfélagi þó "local" fólkið hafi skoðun á allt og öllu - ég er mjög fegin að ver ekki inni í málunum

Hulda Margrét Traustadóttir, 6.3.2008 kl. 19:17

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Verð að játa og það strax því ég gleymdi að setja það með í færsluna, að ég skrifaði þetta ekki sjálf,heldur fékk þetta hjá geðhópnum mínum, en þetta lýsir mér svo mikið,ég er alltaf að reyna að gera það sem öðrum finnst gott..........

Svanhildur Karlsdóttir, 6.3.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Skiptir ekki máli ef þú finnur þínar hugsanir liggja að baki....gangi ykkiur sem best í geðhópnum þínum og hættu að hugsa um það sem aðrir hugsa og njóttu lífsins með þínum - Við getum aldrei gert svo öllum líki - svo látum okkur líða vel með okkar ákvarðanir og langanir !

Hulda Margrét Traustadóttir, 6.3.2008 kl. 21:10

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Frábærar pælingar ig mikið réttar.

Vilborg Traustadóttir, 7.3.2008 kl. 19:48

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

...og mikið réttar, átti þetta að vera!

Vilborg Traustadóttir, 7.3.2008 kl. 19:50

6 Smámynd: Brynja skordal

Svo satt gott að hafa þetta að leiðarljósi takk fyrir þetta hafðu góða helgi mín kæra knús

Brynja skordal, 8.3.2008 kl. 11:42

7 identicon

Takk fyrir að deila þessu með okkur, frábært að lesa þetta.

Knús

Maddý (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 22:47

8 identicon

hæhæ gaman að sjá hvað þú ert dugleg að skrifa

við hugsum til ykkar og söknum ykkar mjög mikið

kv frá akureyri

magga (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband