Aldrei heima.

Ég hef lítið vera heima síðustu 4-5 vikur, alla daga (nema um helgar)  hef ég farið eftir hádegi hér út í bæ og aðstoðað konu.    Núna fer ég bara 2-3 í viku.       Baltó og Tígull hafa því mikið verið einir heima. Fyrst var allt í lagi, en fyrir um 2 vikum byrjaði Baltó að eyðileggja hitt og þetta sem hann komst í, blýantur,penni,pósturinn,dagblöð,húfur og vettlingar.     Einn daginn þegar ég kom heim, snappaði ég, lesgleraugun mín voru í tætlum, ég út á Olís og kaupi ný, eftir 2 daga voru þau í tætlum. Keypti mér ný í gær, og fel þau hátt uppi í hillu.

Hvað ætli sé í gangi ? Mótmæli ?

Hann er hættur með pissustandið, enda búinn að fá 7 penselin-sprautur, svo vonandi er hann orðinn góður.

 

Ég fer á geðfundi á laugardögum og miðvikudögum,  viðtal hjá félagsfulltrúa á fimmtudögum, og bregð mér í barnapíuhlutverk á hverju mánudagskvöldi fyrir vinkonu mína, og skúra vikulega úti á verkstæði.

Hugsið ykkur, síðustu ár hef ég varla farið út fyrir hússins dyr, mesta lagi einu sinni í viku, stundum fór ég ekki út í 2 vikur, en núna er ég á ferð og flugi.  Er dugleg að fara í búðina, þegar þess þarf, og í fyrradag labbaði ég með hundana út í vinnu til Ronna, og það um hábjartan dag.     Svei mér þá, ég held bara að ég sé að hressast.Wink

 

Núna í mars er komið 1 ár, síðan ég hætti á öllum þunglyndislyfjum,róandi lyfjum, sefandi lyfjum og svefnpillum.  Ég hef sveiflast upp og niður, en gerði það nú líka þó ég væri uppdópuð af lyfjum, en hausinn er orðinn skýrari, er farin að hugsa meira, og lyfjakílóin eru farin að renna Happy

En hver dagur er barátta.

 

Take care.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og knús

Höfuðið (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 18:18

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Farðu vel með þig. Ég veit eki hvað er að með hundinn. Kannski eitthvað tilfallandi en ég myndi ræða það við dýralækni eða einhvern sem þekkir þessa tegund.

Gangi þér vel.

Vilborg Traustadóttir, 12.3.2008 kl. 18:30

3 Smámynd: Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador

Hrós til þín Ekka auðvelt að koma sér upp aftur. Þetta er það sem ég er að berjast við á daglegum basis, reyna að spara  verkjalyfin framm á kvöld, en er ekki alltaf að ganga. Daglegt amstur nánast óyfirstíganlegt suma daga.                       You go girl  You Go Girl

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 12.3.2008 kl. 19:05

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gott hjá þér, gaman að lesa þessa færslu. Bjartsýn og á ferðinni  Vonandi verður brautin áfram svona góð ! Það er líka gefandi að hjálpa öðrum.

Hundurinn er í einhverjum mótmælum. Veit um einn hundsem var búin að lenda í því að vera mjög vanræktur hjá einum eiganda (var skilin eftir lengi einn, fékk ekki að fara út og sjaldan að borða)- fór síðan til annars eiganda og allt var í lagi en þegar sá eigandi fór í frí og fékk annan til að hafa hundinn samt á eigandans heimili, allt í lagi þangað til eigandinn kom úr fríinu sínu  - þá hefndi hundurinn sín þannig að hann skemmdi allt sem hann gat meira að segja sófasettið var í tætlum.

Veistu eitthvað um forsögu hans eða fenguð þið hann lítinn ?

Hulda Margrét Traustadóttir, 13.3.2008 kl. 08:34

5 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Magga, hann var 6 mán. þegar við fengum hann, (hann er um 14 mán. í dag)  og ég hef alltaf verið heima með honum,þar til núna síðasta mánuð, svo líklega er hann að mótmæla, hann fær sko nóg að borða, en vegna anna hjá okkur hefur úti-hreyfing hjá honum minnkað, vonandi getum við lagað þetta.

Svanhildur Karlsdóttir, 13.3.2008 kl. 09:30

6 Smámynd: Brynja skordal

Frábært hjá þér mikið er ég glöð fyrir þína hönd yndislegt bara  sendi þér áframhaldandi baráttu og gleði bloggvinaknús kveðjur

Brynja skordal, 13.3.2008 kl. 10:17

7 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Já. Ég er viss um að hann fær gott atlæti hjá ykkur en spurning um það hvort eitthvað hefur komið fyrir hann áður en hann kom til ykkar sem er að brjótast út hjá honum núna - þegar hann er meira einn og hefur minni hreyfingu en venjulega.

Vonandi lagast hann bara

Hulda Margrét Traustadóttir, 13.3.2008 kl. 13:17

8 identicon

hæhæ bara rett að kíkjá á þig gamla mín hehe smá grín

alltaf svo gaman að sjá hvað þer gengur vel

Brynjar er komin með hlaupabóluna vaknaði í morgun þakin af bólum

hehe gaman gaman.skilaðu kveðju til ronna frá okkur

kv frá akureyri 

magga (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband