Arrrggggg.....hundalíf.

Í gærkvöldi fór ég á geðfund, sem er kl 9, Ronni var að vinna í aukavinnunni.

Af því að Baltó er búinn að tæta niður hitt og þetta síðustu vikur, þá læsti ég hann inni í stærra búrinu (erum með 2 hundabúr, annað frekar stórt, en hitt ferðabúr), en Tígull fékk að vera á lausu.

Eftir fundinn fór ég að sækja Ronna og við komum hér heim rétt fyrir ellefu.

Ég hljóp strax upp til að hleypa Baltó greyinu úr búrinu, (er mjög á móti því að læsa hunda svona inni), kom inn í svefnherbergi og ARGAÐI.

Sængin hans Ronna var í tætlum út um allt herbergið, pífur sem voru á neðri dýnunni voru í henglum hér og þar, lakið rifið og tætt og búið að narta í dýnuna líka.

Baltó var enn inni í búrinu.

Svo sökudólgurinn var Tígull.

Var ég kannski búin að skamma Baltó fyrir ekki neitt síðustu vikur?     Eða hafa þeir hjálpast að við að rífa og tæta?

Ég svona rúttaði því mesta til, svo hægt væri að sofa, en tók svo herbergið í gegn í morgun.

 

Í dag fór ég svo í mitt vikulega viðtal hjá félgasmálastjóra (hann er svona minn sálfræðingur), og lokaði þá hundana inni í sitt hvoru búrinu.  Viðtalið var kl 2, það tekur um klukkutíma, fór í heimsókn til vinkonu, og svo kl 4 náði ég í Ronna í vinnuna, og við hingað heim.    Hver tekur á móti okkur í forstofunni ? Baltó.

Hann búinn að ná að tæta sundur hurðina á ferðabúrinu, ég æddi um alla íbúð til að leita að skemmdum, en allt var í lagi. Tígull var enn lokaður inni í stóra búrinu.

 

Baltó fengum við í júlí í fyrra,þá var hann 6 mán. hjónin sem áttu hann sáu sér ekki fært að hafa hann,því þau unnu bæði úti, og því var Baltó alltaf einn heima.  En þau töluðu ekkert um að hann væri að skemma hluti.   Enda hefur hann ekkert verið að skemma neitt hjá okkur, fyrr en núna.

Hann er 50% Siberian-Husky og 50% Bordie-Collie.

 

Tígul fengum við í des. síðastliðinn, hann er 5 ára.  Hann er hreinræktaður enskur-pointer, ekta fuglaveiðihundur og mikið þjálfaður til þess, og sýnir það líka þegar minn kall fer að veiða, og tekur hann með. 

Baltó fer líka oft með honum að veiða og sýnir góða takta.

 

Báðir eru þeir miklir kúruhundar, þegar við erum að horfa á sjónvarp, klessa þeir sér í fangið á okkur, kúra þar og hrjóta.

 

Þeir eru vanir því að ég sé alltaf heima, en núna þegar ég er loksins farin að fara meira út, á ég þá að láta þá stoppa mig?  Auðvitað vil ég að þeim líði vel, en er ekki hægt að venja hunda á að vera eina heima, 2-3 tíma á dag?           Núna spyr ég eins og fávís kona, því ég hef alltaf verið heima, með mína hunda.   Mér líður illa að þurfa að loka þá inni í búri, ef ég fer út.       Ef ég bind þá hér fyrir utan hús, þá gelta þeir og væla (reyndar kann Baltó ekki að gelta, hann ýlfrar, og jú reynir að gelta, en er eins og strákur í mútun), og það vil ég ekki, verð að hugsa um nágrannana.

 

Ég elska þessa hunda og vil allt fyrir þá gera.

 

Well, er farin í hundana.

 

Take care.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hálfgert hundalíf hjá ykkur

Höfðið (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta verður að taka föstum tökum. Það verður bara að loka þá inni ef þeir haga sér svona. Ekki hægt að láta þá tæta allt heimilið niður.

Gangi ykkur vel í uppeldinu.

Vilborg Traustadóttir, 13.3.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador

Velkomin í hundana Það er ekkert að því að loka þá inni í nokkra tíma, veit að sumir hafa sína hunda í búrum á nóttunni. 'Eg er sammála, smá leiðinlegt, en þú venst því...eins og hundarnir he he Gott að hafa nagbein eða 3 í búrunum, og kong er snilldar afþreying. Gangi ykkur vel Puppies

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 13.3.2008 kl. 21:53

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Svana, minn er einn heima frá því klukkan átta á morgnana til kl. fjögur á daginn alla vinnuvikuna. Skemmir aldrei neitt, er svo sem ekki glaður þegar ég fer en þá er ég búin að fara með hann á hálftíma göngu. Hjá honum er þetta rútína og kallinn minn fer svo með hann aftur í klukkutíma þegar hann kemur heim. Síðan er kvöldganga. Hann er ósköp glaður um helgar þegar við erum heima og getum sint honum meira.

Þetta virkar á mig eins og einhver uppreisn í Tígli ! Er greinilega vanur ykkur eða þér meira heima - en hann venst þessu, þú mátt ekki láta þetta stoppa þig !

Gangi ykkur vel - segi eins og þú ég vil allt gera til þess að halda í hundinn minn, þetta verður bara partur af daglegu lífi og partur af fjölskyldunni

Hulda Margrét Traustadóttir, 14.3.2008 kl. 08:31

5 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hér eftir verða þeir settir í búr, ef þeir eru einir heima,allavega til að byrja með, ég verð bara að sætta mig við það og þeir líka......vonandi lagast þetta svo með tímanum

takk öll sömul  

Svanhildur Karlsdóttir, 14.3.2008 kl. 09:22

6 identicon

Elsku Svanný mín, þetta getur verið erfitt, en hundar eiga alveg að geta vanist því að vera einir þetta stuttan tíma á dag. Þetta er held ég spurning um að loka þá inni til að byrja með og prófa svo eftir svolítinn tíma að leyfa þeim að vera lausum á með þú ferð kannski bara í búðina og ef þeir haga sér illa á meðan þá er bara að loka þá inni og láta þá finna að þeir fara í búrin þegar þeir gera svona hluti.

Hafðu góða helgi elskan mín, ég kem ekki á laugardaginn á fund.

kveðja Anna María

Anna María (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 10:48

7 identicon

Sæl

Var að vafra og datt inná síðuna þína gegnum síðuna hans Runólfs. Þið getið óhrædd sent mér email ef eitthvað svona kemur uppá með Tígul og ég sagt hvað ég myndi gera í stöðunni.

Það var aldrei venjan hjá Tígli að skemma neitt þegar hann var laus fann sér kannski eitthvað til að leika sér með en ekki nag eða vesen. Það að láta hundin vera í búrinu yfir nótt eða nokkra tíma þegar þið eruð ekki heima er bara af hinu góða. Þetta er grenið hans og hanmn fer þá bara að sofa.

Ég hef alið alla mína hunda upp við að vera í búrinu og þar líður þeim vel, ef hann er mikið laus einn heima fer hann að stressast upp og hundarnir espa hvorn annann upp i vitleysunni eins og það að tæta rúmið ykkar. Lokaðu þá báða í sitthvoru búrinu þegar þú ferð út á morgnanna og athugaðu hvort þetta lagist ekki.

Kv. Þórður fyrrum Tíguls-eigandi

Þórður (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband