24.3.2008 | 22:57
Hitt og þetta.
Jæja þá eru kisurnar komnar í pössun hér úti í bæ, góð kattarkona tók þær að sér,því ofnæmið mitt var komið á fullt.
Forstofan er sko orðin fín, fataskápurinn sem átti að fara þar inn, en passaði svo ekki, er kominn upp í herbergi, ein röð af hillum kom þar í staðinn og svo fataslá, og flísar og parket á gólfið.
Baltó og Tígull eru rólegri eftir að kisurnar fóru, en njóta þess að hafa lítinn strák á heimilinu, sérstaklega Baltó sem finnst gaman að leika.
Og mikið er gott að hafa hunda á heimilinu, þegar litlar hendur missa mat á gólfið, maður þarf bara ekkert að sópa
Á laugardaginn þurfti ég í Nettó, og fékk þá hryllilegt kvíðakast, ástæðan er líklega að búðin var troðfull, fullt af ókunnugu fólki (margir hér um páskana) og mikið skvaldur og hávaði. Ég svitnaði og byrjaði að kúgast, henti í körfuna og arkaði að kassa með hausinn niðri í bringu.
3 kassar í gangi, en biðraðir við alla kassana, en assgoti ég skyldi meika þetta, og það tókst. Fór svo á geðfund á eftir, sem hjálpaði mér mikið, eins og venjulega.
Þessi félagsfælni er helvíti.
Fyrst ég fór að tala um búðarferð, þá bara verð ég minnast á hvað mér finnst allar vörur hafa hækkað mikið, síðustu vikur. Við hér á Höfn vorum svo ánægð fyrir 1 ári síðan þegar 11-11 hætti og Nettó kom í staðinn. Vá hvað þá var gaman að versla, allt svo ódýrt. En í dag, er ekki eins gaman, held stundum að ég sé að versla í 11-11 en ekki Nettó.
Páskarnir hafa verið rólegir, étið og legið í leti, reyndar nokkur ár síðan við gömlu höfum verið heima um páskana.
Take care.
Athugasemdir
Knús á þig.
Vilborg Traustadóttir, 25.3.2008 kl. 20:06
Rétt hjá þér að anda djúpt og fara í gegn um búðina Þetta kemur allt saman.
Hafið það gott .
Hulda Margrét Traustadóttir, 26.3.2008 kl. 14:35
Gott að þið gátuð haft það gott um páskana.án hunda og katta slagsmála Þetta með félagsfælnina, er vinna og vinna, stotl máttu vera við hvert smátt skref í átt til sigurs. Be sweet Kveðja
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 26.3.2008 kl. 16:01
og mundu eftir orlofinu!
Höfuðið (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 16:23
Gott að þú komst í gegnum Nettóbúðina með þetta kvíðakast og bullandi félagsfælni,þú ert hetja í mínum augum.
Gott að páskarnir voru góðir fyrir þig vinan,hafðu það gott.
Magnús Paul Korntop, 26.3.2008 kl. 19:37
Takk elskurnar mínar
Svanhildur Karlsdóttir, 26.3.2008 kl. 20:11
Flott að forstofan er orðin fín já það er munur að hafa svona góðar ryksugur til að týna upp góðgætið eftir litla guttann og gaman fyrir þann litla að fá að njóta þess að hafa voffana í leik hafðu það gott knús
Brynja skordal, 26.3.2008 kl. 20:52
knús til þín elsku vinkona ...
Maddý (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.