Komin heim.

Loksins er ég komin heim, tveimur dögum seinna en áætlað var.

 

Ferðin til Rvik síðasta fimmtudag var ekki skemmtileg.            Þegar við komum á Mýrdalssand, skall á óveður. Við urðum að lúsast áfram og margstoppa, því stikurnar á veginum sáust ekki, alveg blindbylur. Þegar við loks komumst í Vík, stoppuðum við í sjoppunni, því allir þurftu að pissa, og við mæðgurnar að reykja. Svei mér þá, hélt við yrðum úti, bara við að brjótast úr bílnum inn í sjoppuna, börnin pissuðu og við selfluttum þau aftur út í bíl, og þá var komið að langþráðum smóknum.  Þarna húktum við undir húsvegg, dóttir mín og ég, sáum varla hvor aðra, og stóðum varla í lappirnar, þvílíkt veður. Mikið á sig lagt fyrir smókinn.   Fólksbíll festist í snjóskafli rétt við okkur, og þurfti dóttir mín að ná í spotta í bílinn sinn og draga hann upp, en við vorum á stórum jeppa.              Áfram var svo haldið, og eftir svona 15km keyrðum við út úr óveðrinu, en bæði færð og veður var ekkert til að hrópa húrra yfir, það sem eftir var til Rvik.

Einar sonur minn kom frá Borgarnesi, til að ná í mig, og hitti okkur í Mosfellsbæ, og ég fór áfram í Borgarnes. Þangað vorum við komin um hálfeitt, yndislegt, 7 tíma ferðalagi lokið.

 

Föstudagur, veik, lá fyrir allan daginn,minn yngsti sonur (Jón Ingi) kom til að knúsa mig, reif mig upp til að fara í kvöldmat til systur minnar.

 

Laugardagur, fárveik, fór ekki út úr húsi.

 

Sunnudagur, hressari, Helga dóttir mín kom uppeftir með sín 4 börn og eiginmann, ég dreif mig út með þeim og Einari og Jóni Inga, fórum í vöfflu-og-pönnsu-veislu hjá systur minni. Ég var þrælslöpp, en þegar synir mínir voru að koma mér heim, rétt fyrir kvöldmat, ákvað ég að kíkja á Önnu-bloggvinkonu. Mikið var gaman að hitta hana, hef ekki séð hana í svo mörg ár, hefði viljað stoppa lengur hjá henni, en fann að heilsan leyfði það ekki.

 

Mánudagur, fárveik.      Helga dóttir mín hringir og segist ekki komast austur fyrr en á miðvikudag.

 

Þriðjudagur, frekar slöpp, skellti í mig nokkuð mörgum verkjapillum, og rauk út, fór í 5 heimsóknir.

 

Miðvikudagur, heilsan svona lala, allavega skárri en deginum áður, og það var jákvætt. Dóttir mín sagðist ætla af stað austur milli 6-7, svo við fórum af  stað úr Borgarnesi um 5-leytið.    Við byrjuðum á að fara í Rúmfatalagerinn í Skeifunni þegar við komum til Rvik, því ég varð að kaupa sængur handa okkur gömlu hjónunum. Ekki annað hægt eftir að okkar hundar höfðu tætt sundur eina af okkar sængum, fyrir um mánuði síðan.    Þegar við vorum að koma út úr búðinni, hringdi dóttir mín í mig, og sagðist  vera hætt við  að fara af  stað austur, því það væri óveður  í kringum Vík, eins og um daginn, þegar við vorum á ferðinni.   Svo ég reddaði mér í snarhasti gistingu hjá systur minni, sem býr í Rvik, yndislegt að geta hitt hana.

 

Fimmtudagur, lagt af stað hingað heim um 5-leytið og ferðin gekk vel.

 

Yndislegt að koma heim, heima er best.

 

Verst var að ég hef misst af tveimur geðfundum og einu geðviðtali á þessari viku, en held bara að það að hitta ættingja mína og vini,komi í staðinn fyrir það.

 

Take care.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Æ en leiðinlegt að þú skyldir vera svona veik dúllan mín allan tíman en gott að allt gekk vel og þú náðir að hitta þitt fólk og fl sem gefur manni mikið Hafðu ljúfa helgi Elskuleg knús

Brynja skordal, 4.4.2008 kl. 08:46

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gott að allt gekk upp - verst með veikindin er búin að vera slöpp þessa viku kvefuð og þannig hef samt druslast í vinnuna - í dag er ég alveg að verða góð. Þett er ekkert smá ferðalag fyrir ykkur að skreppa suður. Eins og það er gaman að hitta fólkið sitt.

Hulda Margrét Traustadóttir, 4.4.2008 kl. 11:29

3 identicon

Það var gaman að sjá þig þó það hafi verið í mýflugumynd!

Rósa Hlín (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 19:19

4 Smámynd: Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador

Velkomin heim Leiðinlegt með veikindin, en gott að þú varst dugleg að heimsækja fólkið þitt...vá 5 heimsóknir á einum degiClapping Hands

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 4.4.2008 kl. 20:10

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk fyrir síðast.    Það var mjög gaman að hitta þig, sömuleiðis.  Vonandi ertu búin með kvótann á veikindin fyrir næstu tuttugu árin núna. 

Anna Einarsdóttir, 4.4.2008 kl. 20:52

6 Smámynd: Gríman

Gott að þú komst heil heim, hehe ég man eftir því þegar maður óð eld og brennistein fyrir smókinn , en það er liðin tíð sem betur fer.

Til lukku með þessa frábæru fjölskyldu sem þú átt, heppin kona

Gríman, 5.4.2008 kl. 11:08

7 identicon

Gott  að þið komust heim heilu og höldnu! Hér er sko engin lognmolla núna, lítill skæruliði í heimsókn  Heyrumst

Höfuðið (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 11:28

8 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Takk öll

Svanhildur Karlsdóttir, 5.4.2008 kl. 15:30

9 identicon

Knús á þig Svanhildur mín, ég bíð eftir símtalinu frá þér ...

Maddý (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 17:07

10 identicon

Sæl, hef ekki komið hingað inn áður en verð bara að segja þér að myndirnar af hundinum sofandi í fanginu sennilega á manninum þínum eru hreint út sagt yndislegar.

Knús

Kidda (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband