Blogg um blogg.

Þegar ég byrjaði að blogga í mai 2005, fannst mér ég alltaf hafa nóg að segja. Bloggaði yfirleitt daglega. 

Reyndar byrjaði ég að blogga út af mínu þunglyndi, það hjálpaði mér.

 

Í dag er erfitt að blogga, síðustu mánuði hef ég reynt að henda einhverju hér inn, svona vikulega.

 

Er þessi bloggstífla af því ég er orðin hressari ? Er ég farin að hugsa meira, og þori því ekki að setja hvað sem er inn ?

Jú ég er hressari en ég var fyrir 3 árum, eða bara einu ári.. Jú ég er farin að hugsa meira, og já, ég þori ekki að setja hvað sem er hér inn.   En af hverju ?

 

Núna, eftir hverja bloggfærslu, fæ ég kvíðakast, sem ekki líður frá, fyrr en svona sólarhring eftir birtingu. Ég virðist vera að bíða eftir viðbrögðum.   Og  mikið langar mig oft að commenta hjá bloggvinum meira en ég geri.  Oft hefur það komið fyrir að ég skrifa alveg helling í commenti, les það yfir og stroka svo út, þori ekki að láta það vaða. Svo oft commenta ég ekki neitt, eða segi 2-3 orð.

 

Þannig að þó að þunglyndið sé orðið betra, þá virðist félagsfælnin (það að láta ekki taka eftir sér) og kvíðinn, enn vera til staðar.

 

Þegar ég byrjaði að blogga, var það á Msn-blogginu, og einungis mínir ættingjar og vinir lásu það.

En hér eru svo margir  sem lesa, samt læt ég bloggið mitt ekki birtast þarna á forsíðu blog.is. En ég hef eignast yndislega bloggvini, endurnýjað kynni við gamla vini og kynnst fullt af fólki.

 

Ég ætla sko ekki að gefast upp. Ég skal geta bloggað meira um hvað sem er (hvenær sem það verður) og ég skal geta tjáð mína skoðun í commenti (aftur: hvenær sem það verður), og hana nú (sagði hænan og lagðist á bakið).

 

Ég fór á geðfund í gærkvöldi, og opnaði mig þá svolítið um mína dvöl á Kleppi (var þar 3-sinnum) og mína miklu lyfjanotkun, (21 pilla á dag)  (það varð 1 ár núna í mars sl, síðan ég hætti á öllum pillum) kannski það sé þessvegna sem ég læt þetta vaða núna.

 

Take care.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Haltu bara áfram að blogga.  Þetta er frábært hjá þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 18:14

2 Smámynd: Ottó Einarsson

Knús á þig.

og já bið að heilsa karlinum

Ottó Einarsson, 10.4.2008 kl. 18:42

3 identicon

Haltu bara áfram , þetta er fyrir þig en ekki aðra. Þú stendur þig vel

Höfuðið (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 18:54

4 identicon

Sæl og blessuð mín kæra.

Erna Hilmars. (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 19:50

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gott hjá þér. Verð að segja að mér finnst gaman að comentunum þínum og þú ert einna duglegust af öllum að comenta hjá mér og á Ketilássíðunni.

 Auðvitað gefst þú ekki upp - allt á réttu róli !

Hulda Margrét Traustadóttir, 11.4.2008 kl. 08:26

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gangi þér vel. Ég er í blogglægð núna. Þetta kemur og fer eftir atvikum. ;-)

Vilborg Traustadóttir, 11.4.2008 kl. 15:04

7 identicon

Hæ Svanhildur! Ég hef ekki skrifað komment hjá þér fyrr en nú finnst mér kominn tími til. Þú átt að halda áfram að blogga og fyrst þú ert búin að obinbera þín vandamál og við hin sem að kíkjum á síðuna þína vitum hvernig þú ert og hver þú ert þá er ekkert sem að kemur okkur á óvart. Segðu það sem þú vilt, hvenær sem þú vilt. Ef það hefur góð áhrif á þig þá er það hið besta mál. Ég skrifa til dæmis á mitt blogg alla þá vitleysu sem að mér dettur í hug. Mér finnst frábært hjá ykkur þarna á geðfundunum og vildi að svona nokkuð hefði verið í gangi þegar ég bjó á Hornafirði. Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir því að þetta er sjúkdómur eins og hvað annað. Það sem að við erum að ganga í gegnum getur enginn skilið nema að hafa annaðhvort gengið í gegnum það sama sjálfur eða fengið fræðslu um það hvað þetta er. Haltu áfram því að þú ert greinilega á réttri braut. Og eitt enn. Bleiki bjórhaldarinn sem að þú heklaðir sem að ég á hangir enn í mínum húsum. Verst að hann er fyrir stórar dósir og þær eru nú sjaldséðar hér.;) Skilaðu kveðju til Ronna og svo vona ég að þið hafið það alltaf sem allra best. Kveðjur héðan frá DK Svava

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 15:14

8 identicon

Ég kannast við þetta allt saman sem þú segir Svanný mín, haltu áfram, bloggaðu um það sem þú treystir þér til hverju sinni.  Þeir lesa sem vilja, þú ert manneskja með eðlilegar tilfinningar en viðkvæm vegna veikinda þinna.  

Knús

Maddý (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 11:16

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Endilega haltu áfram að blogga. Það er hollt og gott fyrir sálartetrið, held ég. Mér þykir alltaf voða vænt um athugasemdirnar þínar, þú ert greinilega hlý og yndisleg manneskja. Ég mætti sjálf vera miklu duglegri að kommenta hjá þér og öðrum en hef kosið að lesa frekar hjá fleiri bloggvinum. Ég dett líka sífellt úr tengingu, hefur eitthvað að gera með forrit hjá mér, held ég, og þarf yfirleitt í hvert sinn sem ég kommenta að endurskrá mig á viðkomandi síðu til að gera kommentið virkt og gera svo nákvæmlega það sama á næstu bloggsíðu o.s.frv. Það var ekki fyrr en nýlega að ég fattaði innskráninguna neðarlega á síðunni, rétt við kommentakerfið ... fór áður alltaf efst á síðuna og var ekkert smá pirruð ... heheheh

Knús í bæinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.4.2008 kl. 14:54

10 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Takk elsku bloggvinir og aðrir fyrir yndisleg og hvetjandi comment

Svanhildur Karlsdóttir, 12.4.2008 kl. 20:31

11 identicon

Hæ Svanhildur og takk fyrir fundinn í dag,ég fylgist alltaf með blogginu hjá þér og hef gaman af.Þú ert mjög hlý og góð kona,þú berð það með þér langar leiðir ,og mér finnst þú eigir endilega að halda áfram að blogga um veikindi þín af hreinskilni.Það hjálpar alveg ótrúlega mikið að eyða fordómum og auðvelda fólki að segja frá sinni líðan.Fullt af knúsi og baráttukveðjum Sigga :)

Sigga Dóra (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 23:15

12 Smámynd: Agný

Bara smá innlitskvitt og kveðja úr Nesinu....ég kommenta alls ekki alltaf og því miður hjá færri en ég ætla mér...það virðist vera eins með kommentin og heimsóknir í raunheimum..,, ég kem ekki í heimsókn nema þú komir líka í heimsókn til mín"..eða þannig viðhorf..Gangi þér svo bara allt vel....

Agný, 14.4.2008 kl. 03:58

13 identicon

Kvitt og knús, þú ert alveg yndisleg og ekki gleyma því eitt andartak.

Anna María (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 08:20

14 Smámynd: Brynja skordal

Alltaf gott að kíkja á þig og lesa bloggið þitt þú ert frábær mundu það knús inn í daginn

Brynja skordal, 14.4.2008 kl. 14:33

15 identicon

það kemur fyrir að ég les hér:)
svo sá ég kvitt hjá þér hjá henni Svövu í DK.
kíkti þá hér inn og las... og ákvað svo bara að kvitta fyrir mig!
ég er nefninlega þannig að ég bara bulla eitthvað kvitt
og svo bara 'lagó' án þess að ritskoða:)
haltu áfram að blogga og hafðu það gott
kv KJ
e.s. alldrei að vita nema ég kvitti annað slagið hér efitr:)

Kristín (vinkona Önnu Maríu) (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 16:05

16 identicon

erum svo stolt af þér að blogga svona ,það er gott að tæma hugann annars lægið og láta hugsaninar frá sér.við elskum þig endalaust mikið og söknum ykkar alveg hræðilega mikið.kossar og knús til ykkar allra

kv að norðan 

magga (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:02

17 identicon

Ég skal, þori, get, og vil eru mín hvatningarorð til þín, áfram stelpa. Kveðja Ása Mæja.

Ása María Hauks (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband