16.4.2008 | 17:56
Erfiðir dagar.
Núna eru erfiðir dagar.
Tengdapabbi greindist með krabbamein síðasta haust, fór í aðgerð, þar sem annað lungað var tekið. Allt leit ágætlega út, hann fór í geisla og svo lyfjameðferð. En þegar hann fór í rannsókn fyrir um mánuði síðan, kom í ljós að ekkert dugði og ekkert meira hægt að gera. Hann hefur legið heima síðan. Núna hefur hann verið í móki síðan á síðasta fimmtudag, og er mjög kvalinn.
Það er svo sárt að sjá hann svona.
Æi þetta er svo erfitt.
Take care.
Athugasemdir
Já, erfitt er það, hugsa til ykkar. Bænir og samhugur virkar, einnig að kveikja á kertum.....Æi þetta krabbamein er svo ferlegt oft.
Hulda Margrét Traustadóttir, 16.4.2008 kl. 19:12
Sendi hlýja strauma eins og Magga systir. Og stórt knús!
Vilborg Traustadóttir, 16.4.2008 kl. 22:46
Elsku Svanhildur mín, ég sendi þér hlýju og góða strauma á þessum erfiðu tímum, þetta tekur mikið á, ég veit það. knús.
Anna María (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 15:13
Elskan mín sendi þér hlýju og faðmlag knús kveðjur til ykkar
Brynja skordal, 17.4.2008 kl. 15:19
Höfuðið (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 21:50
Knús elsku Svanný mín ...
Maddý (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 22:36
Takk elskurnar mínar
Svanhildur Karlsdóttir, 18.4.2008 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.