22.4.2008 | 18:37
Litun og fleira.
Í fyrradag arkaði ég út í Efnalaugina hér á staðnum. Spurði hvort þau lituðu föt, svarið var nei, en við seljum fatalit.. Ég litaði mín föt nokkuð oft fyrir svona 30 árum, og ákvað því að slá til og prófa, og keypti bláan lit.
Eignaðist í fyrra léttan sumarjakka, sem var svo ljós-ljós-blár að hann rann saman við minn húðlit, og átti hvítar buxur sem ég gat verið í mesta lagi 10 mín. þá voru komnir blettir, er svoddan brussa.
Jæja, skellti öllu í þvottavélina og beið.
Út komu kóngabláar buxur með hvítum saumi, og kóngablár jakki með lillabláu fóðri, og hvítum saumi.
Spurningin er hvort ég kaupi mér ekki bara svartann lit og skelli aftur öllu í þvottavélina.
Veigar litli (afastrákurinn sem býr hjá okkur ásamt mömmu sinni), datt illa í gærkvöldi. Tennurnar fóru í gegnum neðri vörina, og þurfti að sauma 4 spor.
Hann stóð sig vel í saumaskapnum og vinkaði lækninum "bæbæ" þegar hann fór.
Kisurnar sem mamma hans kom með og fóru fljólega í fóstur hér úti í bæ, vegna míns kattarofnæmis, komu aftur hingað fyrir 10 dögum. Þær eru bara lokaðar uppi í gestaherbergi (jú þær fá að fara út í garð og hlaupa og leika sér, en skila sér alltaf heim aftur....því miður) og forðast ég það, en er orðin ansi pirruð í nebba og augum.
Núna eru komnar 5 vikur síðan þau fluttu hingað til okkar,
Bakflæðið hefur verið mig lifandi að drepa síðustu 3 daga, sef lítið, (er samt komin með 5 kodda við bakið), og má ekki halla mér útaf við sjónvarpsgláp, þá kemur það á fullu.
Og blóðþrýstingurinn er of hár líka, neðri mörkin hanga í 89-103.
Ég er orðin assgoti þreytt.
Take care.
Athugasemdir
æjjjj láttu þér batna sem fyrst...
Gríman, 22.4.2008 kl. 18:45
Hmm, þú veist hvað á að gera, en ég segi það samt. Út með kettina!!! Og komdu bara aftur í heimsókn, hér var ekkert bakflæði
Höfuðið (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 19:22
Hæ hæ er ekki Ronni bara að elda of óhollan mat handa ykkur. Hann getur étið allt það skiptir ekki máli hvað það er, en þú verður að passa þig ef hann er að brasa of mikið.......Bara smá athugasemd. Kettirnir út. Er sammála höfðinu. Gangi ykkur svo allt í haginn.... Bestu kveðjur frá DK Svava
Svava Bjarna (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:47
Eruð þið þá orðin fleiri í heimili til framtíðar? Þú ættir kannski að leigja þér herbergi út í bæ þar til lausn er fundin á kattamálunum!
Maddý (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 18:32
já hef nefnilega heyrt það að saumarnir á fötum litast ekki fúllt ég litaði einhvern tíma buxur svartar og saumarnir voru hvítir En já þú verður bara að láta kisurnar fara þó það sé erfitt!! Oh ömurlegt að vera með svona bakflæði og ekki gott að vera með hækkaðan blóðþrystíng farðu vel með þig mín kæra Æ litla skinnið að detta svona en gott að allt gekk vel...Gleðilegt sumar og takk fyrir bloggveturinn
Brynja skordal, 24.4.2008 kl. 12:00
hæhæ og gleðilegt sumar elskurnar mínar
verst að við gátum ekki hist seinustu helgi en
núna er komið sumar þannig að núna förum við að koma
alla leið á höfn kossar og knús til ykkar
kv magga
magga (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 22:16
Svava: Hér var maturinn tekinn í gegn í fyrra þegar Ronni fór í hjartaþræðingu og hann greyið má ekki éta hvað sem er, en stress og álag er ekki gott fyrir bakflæði
Höfuð og Brynja: Kisurnar fara sko því ég get ekki meira
Maddy: Nei, þetta er ekki til framtíðar
Magga: Já það var leiðinlegt að komast ekki til ykkar, en við sjáumst hér í sumar
Gríman og Helga: Takk takk
Og gleðilegt sumar öll sömul.
Svanhildur Karlsdóttir, 25.4.2008 kl. 11:03
Já ég litaði mikið föt hér áður fyrr og endurnýjaði lífdaga þeitta að mun. Kóngablátt er flott!
Sumarkveðja.
Vilborg Traustadóttir, 25.4.2008 kl. 11:50
Gleðilegt sumar móðan mín!
Saumar litast aldrei í litun!
Og endilega reyndu að setja kettina aftur í fóstur.
Ertu á lyfjum út af bakflæðinu? Dóttir vinkonu minnar fær lyf og líður miklu betur!
Rósa Hlín (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.