26.5.2008 | 19:20
Úr einu í annað.
Elsta systir mín (við erum 3 systurnar, enginn bróðir, og ég er yngst, ) útskrifaðist sem sjúkraliði síðasta laugardag. Hún býr í Borgarnesi og hefur verið í fjarnámi frá Fjölbraut á Akranesi síðustu ár. Hún vann á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi í 13 ár, en fyrir tæpu ári síðan gerðist hún læknaritari á Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi. Hún náði öllu með glæsibrag, og fékk líka viðurkenningu fyrir árangur í sérgreinum á sjúkraliðabraut. Til hamingju elsku Inga og mikið er ég stolt af þér. Hún verður 56 ára í haust.
Ég á lítið eftir að sjá kallinn minn í sumar. Næstu helgi byrjar hann að vinna á Jökulsárlóni, sigla um með túrista. Hann fær leyfi frá Netagerðinni þar sem hann er að vinna, til að stunda þetta í sumar. Þetta verður mikil tilbreyting og gaman fyrir hann.
Mér skilst að hann vinni í 4 daga, og fái frí í 2 daga. Og þegar þessir 2 frídagar bera upp á virka daga, þá ætlar hann að vinna í Netagerðinni. Ef eitthvert vinnufrí verður hjá honum, þá fer hann í golf.
Hann var einmitt á síðustu helgi að spila á golfmóti hér, og vann fyrsta sætið. Í verðlaun var inneign hjá Lyfju hér á Höfn, sem ég fékk að hirða. Því arkaði ég þangað í dag, og eiganðist ilmvatn. Alveg kominn tími til. Var farin að lykta illa, hafði ekki eignast ilmvatn í 2 ár.
Sólveig og Veigar litli fluttu frá okkur fyrir um 10 dögum. Þau fóru inn í Nes til Jóns og Döggu, og verða þar, þar til um næstu mánaðarmót þegar Sólveig fær íbúð hér á Höfn.
Þau voru búin að búa hér hjá okkur í 9 vikur, og við erum varla ennþá búin að átta okkur á því, að við séum bara tvö í kotinu með hundana. ( kappklæðum okkur ef við þurfum að bregða okkur á wc um nætur).
Er að verða svona næstum því hress, eftir flensuna sem ég fékk fyrir, vá mörgum vikum. Er ennþá hóstandi og þrekið ekki alveg komið, svitna við hverja hreyfingu.
En, svona er víst að vera gömul og lúin, allt tekur sinn tíma.
Helga dóttir mín kom í síðustu viku, og skúraði allt fyrir mig, ég neyddist til að játa mig sigraða á því sviði. Mikið var yndislegt að ganga um húsið með hreingerningarlyktina í nebbanum, og vita að allt var hreint. Rembist enn við að ryksuga og halda hreinu.
Helvítis gigtin.
Andlega hliðin hefur bara verið nokkuð góð (miðað við aðstæður og áföll), hef farið á geðfundi 2 í viku, en núna í sumar verður það bara 1 sinni í viku. Ætlum að hvíla laugardagsfundina fram á haust, því fólk er ekki mikið heima um helgar í sumar.
Take care.
Athugasemdir
Þetta er örugglega í genunum, þú ættir bara að prófa
Rosalega áttu aldraða systur
Til hamingju með kallinn og nýja ilmvatnið
Gott að heilsan er að koma hjá þér svo þú þurfir ekki að vera svona lengur.
Höfuðið (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 19:52
Jæja Svanhildur mikið er gott að þetta er allt að koma. Þú verður bara að læra að njóta þess að vera ein heima og gera eitthvað fyrir sjálfa þig. Það verður maður líka að læra. Til hamingju með kallinn og nýja ilmvatnið eins og fyrr sagði. Vona að þú hafir það sem allra best og mundu að eins og systir þín svo lengi lærir sem lifir. Það er aldrei of seint að læra eitthvað.... Menntun tekur enginn frá þér..... Bestu kveðjur Svava Bjarna í DK
Svava Bjarna (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 20:34
Gott að þú ert að jafna þig. Nú notar þú bara sumarið til þess að byggja þig upp og dekra við sjálfa þig og hundana ! En gott að þú getur fengið hjálp við skúringar og annað . Knús til þín
Hulda Margrét Traustadóttir, 28.5.2008 kl. 13:24
Hún mamma var svo sæt og fín þarna uppi á sviðinu. Ég fann til svo mikils stolts, ég fékk alveg tárin í augun!
Þá er röðin komin að þér! Það er svo skemmtilegt að vera í skóla!
Rósa Hlín (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 17:44
Já, það óneitanlega liftist á manni brúnin með hækkandi sól, og gott að fá smá C í kroppinn.
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 29.5.2008 kl. 10:53
hæhæ og innilega til hamingju inga og ronni .list sko vel á ykkur .er einmeitt að spá í að skella mér í skóla í haust.líst vel á að þú sért orðin laus við flensuna svanhildur mín.ætli við komum ekki bara og stoppum í góðan tíma hjá þér í sumar fyrst að ronni verður að vinna svona mikið.er sko mjög sátt við það er einmeitt alltaf að suða í kalla að fara austur og slappa aðeins afkossar og knús til þín svanhildur mín.
kv að norðan
magga (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 21:06
Höfuðið: já veit að þetta er í genunum, bara fer svo vel með mitt , ...aldur er afstæður.....takk ilmvatnið meikar það....
Svava: takk, ætla að reyna að gera ýmislegt í sumar, alein og hvur veit nema maður læri eitthvað
Magga: já, ætla að reyna að fíla sumarið í botn
Rósa Hlín: ég táraðist líka hér í langtíburstan vegna mömmu þinnar, varð svo stolt
Inga Rún: Þið Ingurnar eruð frábærar
Ella: sólin er alltaf góð (í hófi)
Magga: þið vitið að þið eruð alltaf velkomin, knús og kossar
Svanhildur Karlsdóttir, 31.5.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.