Borgarnesferð.

Síðasta fimmtudag henti ég einhverju nauðsynlegu og ónauðsynlegu drasli í ferðatösku, og brunaði í Borgarnes. Tók Maddý með mér (en hún hafði verið hér í heimsókn hjá okkur í nokkra daga) og einnig kom dóttir mín með (Helga) og hennar elsta barn (Amalía), sem  er mitt elsta barnabarn, 13 ára gelgja.

Okkar fyrsta stopp var á Jökulsárlóni, svo ég gæti kysst minn kall bless, en hann er að vinna þar, og Maddý notaði tækifærið og tók nokkrar myndir.

Þegar til Reykjavíkur var komið, var Maddý hent út og henni skipað  heim að sofa,(Maddý komdu sem fyrst aftur, æðislegt að hafa þig hér), Amalíu var næst hent út, til ömmu sinnar og afa, en áfram brunuðum við Helga í Borgarnes.

 

 Inga systir mín, útskrifaðist sem sjúkraliði í mai, og hélt útskriftarveislu á laugardeginum, þar sem ættingjar og vinir komu saman.  Flott veisla og mikið gaman.

 

Þetta voru yndislegir dagar, meiriháttar að hitta ættingja, og gamla og góða vini. Við hittumst alltof sjaldan.

 Heimsótti vini og ættingja þessa daga, og hefði viljað heimsækja fleiri, en tíminn bara flaug áfram, geri betur næst.

 

Kom heim í kvöld ánægð eftir ferðina, en enn meira ánægð að vera komin heim, og mikið tóku hundarnir vel á móti mér, þeir urðu alveg stjörnu-snarvitlausir, hlupu í hringi, vældu, sleiktu mig og flöðruðu, tóku hopp hipp hopp og geltu. (kallinn minn lét alveg eins).

 

Take care.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Flandrið á þér kona!
En lítill fugl hvíslaði því að mér að þú kíktir af og til á bókarsafnið, er það rétt?
Ef svo er, þá endilega, endilega biddu um að fá að tala við mig, vinkonur mínar á bókasafninu munu þá kalla í mig og ég kem og heilsa upp á þig!
Ég manna þig til þess!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.6.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Já, er ekki yndislegt að hafa sumar og góða færð  og gaman að hitta fólkið stii. Til hamingju með stóru systur

Hulda Margrét Traustadóttir, 24.6.2008 kl. 08:36

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

sitt hmhm ekki vöknuð

Hulda Margrét Traustadóttir, 24.6.2008 kl. 08:37

4 identicon

Það er alltaf yndislegt að hitta fólkið sitt. Gott að þú naust ferðarinnar, fegin er ég að karlinn tók jafnvel á móti þér og hundarnir

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 19:16

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gaman saman!

Vilborg Traustadóttir, 24.6.2008 kl. 21:05

6 identicon

Hæ takk fyrir síðast mikið var gaman að hitta þig um helgina og takk fyrir farið

verðum að vera duglegar að vera í sambandi ég læt þig vita þegar tuðrufararnir

koma á Höfn. 

Sísí (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:07

7 identicon

Rosalega væri gaman að koma bara sem oftast og stoppa sem lengst ... þetta er alveg dásamlegur staður og náttúrufegurðin þarna fyrir austan er engu lík ... og svo er líka svakalega gott að sofa í kvistherberginu ... þú verður að lofa að láta Steina hlunk ekki sofa í mínu rúmi .... ég gæti ekki hugsað mér að vita af honum þarna og ég svona langt í burtu .... ... .... ......

Takk fyrir síðast elsku vinkona og mikið var yndislegt að vera hjá ykkur ...

Maddý (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 15:49

8 Smámynd: Hrefna Gissurardóttir

Halló, halló, langaði að kasta á þig kveðju gamla mín. Segi það með þér, mikið var nú gott að finna þig eftir öll þessi ár Hlakka til að heyra meira af þér. Hilsen úr hólminum ( það er blessuð blíðan og bæirnir allt um kring)  Kv. Hrefna

Hrefna Gissurardóttir , 25.6.2008 kl. 18:36

9 identicon

Það var rosa gaman að hafa þig hérna, vildi að þú kæmir oftar!

Rósa Hlín (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 19:15

10 identicon

Takk fyrir síðast alltaf gaman að sjá þig þó mér finnist það alltaf vera í mýflugumynd Hér snýst enn allt um Lunu en stofan er þó komin í gott lag. Heyrumst

Höfuðið (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 08:38

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Verst að missa af ykkur.  EN sjáumst bara síðar. 

Anna Einarsdóttir, 26.6.2008 kl. 11:41

12 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Helga, takk

Róslín, reyni örugglega að hitta þig næst þegar ég kem á bókasafnið

Magga, alltaf gaman að hitta sitt fólk

Íris, alveg furðulegt hvað kallinn er farinn að líkjast hundunum eða hundarnir að líkjast honum

Vilborg, alltaf gaman saman

Sísi, það var æðislegt að hitta þig, nú sko höldum við sambandi, og ég fylgist með tuðrunum á hverjum degi

Maddý, það var yndislegt og svo gaman að hafa þig hér, komdu sem fyrst aftur, og ég lofa að segja þér ekkert frá því, hver sefur í þínu rúmi

Hrefna gamla barnapían mín, meiriháttar að rekast á þig hér, verðum í bandi

Rósa Hlín, takk elskan, það var svo gaman að hitta ykkur öll

Höfuðið, takk sömuleiðis fyrir síðast, það verður gaman að sjá húsið hjá ykkur næst, knús til ykkar og spes-knús til Lunu

Anna, tíminn flaug áfram, en hitti þig örugglega næst

Svanhildur Karlsdóttir, 26.6.2008 kl. 17:23

13 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Gott að þú skemmtir þér vel,

Magnús Paul Korntop, 26.6.2008 kl. 23:07

14 Smámynd: Brynja skordal

innlitskvitt eftir langt gott frí hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 27.6.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband