14.7.2008 | 23:32
Helgarfrí.
Er alveg andlaus í bloggi og commentum þessa dagana. Af hverju ? Veit ekki, kannski sumarleti, nei, getur ekki verið, hér hefur ekki sést til sólar ,fyrr en í dag, eftir nærri 2 vikna sólarspá veðurfræðinga.
En við gömlu hjónin skelltum okkur í sumarbústaðaheimsókn um helgina. Steini og Ása fóru í sumarbústað rétt við Egilsstaði, þegar þau fóru héðan frá okkur, eftir Humarhátíð, og við semsagt skelltum okkur til þeirra, á laugardag, þegar við vorum búin að skúra á netaverkstæðinu. Fengum auðvitað frábærar móttökur og nóg að éta.
Þau þurftu að skila af sér bústaðnum í gær, svo við vorum komin hingað heim, um miðjan dag. Höfðum einmitt á orði, að við höfum aldrei verið á svona krisilegum tíma við heimkomu áður. ( það eru ekki nema 2 tímar héðan upp á Egilsstaði).
Takk fyrir okkur lehamzdr.
Ronni var loksins í sína fyrsta almennilega helgarfrí, (frí laugardag og sunnudag), síðan hann byrjaði á Lóninu, 31.mai.
Hann fær semsagt aldrei lengra frí en 1-2 daga í einu, svo ekki förum við langt í sumar.
Næstu helgi er hann í fríi á Lóninu, föstudag og laugardag (en á föstudag vinnur hann á netaverkstæðinu).
Ég reyni að hanga saman alla daga, fer á mína geðfundi á miðvikudögum, og reyni að vinna í sjálfri mér þess á milli. (laugardags-geðfundir eru í fríi fram á haust), og er ánægð með hvað mitt pillulausa líf gengur vel.
Take care.
Athugasemdir
Góð!!!


Höfuðið (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 18:35
Knús til þín, slæmt að þið Ronni komist ekki á ballið. Magga
Ketilás, 17.7.2008 kl. 09:01
Hæ hæ,langaði bara að kasta kveðju á þig.Er stödd í Reykjavík í sól
og blíðu.Hlakka mikið til í haust þegar fundirnir okkar góðu komast í eðlilegt form
aftur.Hafðu það sem allra best ,kveðja Sigga Dóra
Sigga Dóra af fundunum (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 12:53
Maddý (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 17:53
Takk fyrir vísiterínguna, swizzmizz....
Steingrímur Helgason, 18.7.2008 kl. 19:43
Höfuðið, já takk, reyni að vera góð
Magga Ketilás, já vorum búin að hlakka til, en verðum með ykkur í anda
Sigga Dóra, gaman að heyra frá þér og hlakka líka mikið til haustins
Maddý, jájá hangandi er betra en lafandi......knús
Steingrímur, takk fyrir góða svefnpillu....
Svanhildur Karlsdóttir, 18.7.2008 kl. 22:56
Farðu vel með þig kjútípæ,gaman að þið gátuð skemmt ykkur í bústaðnum.
Magnús Paul Korntop, 22.7.2008 kl. 00:35
Blessud og sæl.. ja er thetta ekki merkilegt hvad timinn flygur og vid eldumst ekki neitt. ;o)(nu skilur engin hvad eg er ad tala um, en er ad svara skemmtilegu kommenti sem eg fekk fra ther)En eg er voda spennt, sannfærd um ad thad seu algor forrettindi ad fa ad vera amma. Skiladu godum kvedjum til Helgu og med hamingjuoskum med afmælid. Verdum i (bogg)sambandi.
Knus til ykkar. Erna.
Erna Hilmarsdóttir, 22.7.2008 kl. 15:59
Sælar, man það núna að litla stelpan sem ég var að passa einu sinni á afmæli 22. júlí
til hamingju með það gamla? kveðja Hrefna p.s. betra er seint en aldrei
Hrefna (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 17:09
halló halló er mín bara hætt að blogga
farðu nú að skrifa einhverjar línur svo við getum fylgst með ykkur austfirðingunum
hehe.það biðja allir voða vel að heilsa .kossar og knús til ykkar
kv að norðan
magga (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.