Svartur pyttur, en uppleið :)

Ég datt í svarta pyttinn í sumar. Kraflaði mig upp öðru hvoru, en datt niður aftur. Fáir vissu af þessu, því ég lék mitt hlutverk vel, faldi allt.   Ég bara vil ekki að fólk hafi áhyggjur af mér, því flestir hafa nóg með sig.   Þetta var erfitt, helvíti erfitt. Var farin að pæla í að leita læknis og fá lyf, en þrjóskaðist við. Enda vil ég ekki vera eins og ég var, uppdópuð í 5 ár, takandi 21 pillu á dag.     Núna er nærri 1 og ½ ár síðan ég hætti öllu pilluáti. (tek jú pillur við háum blóðþrýstingi, magadruslunni og slitgigtinni).

 

En ég er á hraðri uppleið frá þessum svarta pytti, kallinn minn hættur á Jökulsárlóninu, og því meira heima, og ég átti  mjög gott viðtal í dag hjá félagsmálafulltrúanum, sem vill allt fyrir mig gera, eða svona næstum því.

 

En minn kall vann sinn síðasta vinnudag á Jökulsárlóni á laugardag, var þá búinn að leggja net, svo við brunuðum þangað á sunnudag, til að draga upp netin.

Tókum Baltó (hundinn okkar) með okkur og fengum lánaðann zodiac-bát.

 

Þetta var æðislegur dagur, Baltó fílaði sig í botn og var ekkert sjóveikur, við fengum 3 fiska úr netunum,  og við sigldum um Lónið í nærri 2 ½ tíma.

Fórum alla leið inn að jökulstálinu (þar sem Breiðamerkurjökull gengur út í Lónið). Úfffff, hálf óhugnanlegt. Þessi mikli ísveggur, kuldinn og svo að vita, að dýptin undir okkar zodiac-bát væri 208 m. Ég fékk svona kuldahroll, en náði samt að taka nokkrar myndir.

 

Ég tók fullt af myndum, hef birt nokkrar á flickr-síðunni minni, en á margar eftir.

 

Take care.

Baltó on zodiac My husband on the Glacier Lagoon Glacier Lagoon 1 Glacier-steel 1

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

208 metrar undir .... nei takk ... ég get ekki svoleiðis!!  Myndirnar eru alveg frábærar!

Farðu vel með þig vinkona ...

Maddý (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 21:12

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Rosalega flottar myndir.

Vonandi færðu betri líðan Svanhildur mín..... líttu á vandamálin sem verkefni sem þarf að leysa og reyndu að eiga sem flestar gæðastundir. 

Anna Einarsdóttir, 4.9.2008 kl. 22:22

3 identicon

Já þetta er búið að vera svakalega erfitt sumar!

Vona að þér fari að líða betur knús og baráttukveðjur Sigga

Sigga Dóra (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 08:26

4 identicon

Mikið rosalega eru þetta flottar myndir hjá þér. Frábært áhugamál og þú ert líka stödd á góðum stað hvað varðar myndefni. Gangi þér vel í baráttunni. Kveðjur héðan frá DK Svava

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 12:19

5 identicon

Ég vona svo sannarlega að þú hafir sagt skilið við svarta pyttinn....ekki góður staður til að vera á!!

En hvernig er það...eru laugardagsfundirnir byrjaðir aftur?

knús -knús frá mér til þín:) Anna Jóna

Anna Jóna (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 15:34

6 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Flotta myndir

images_jpg_blom_661110.jpg

Anna Ragna Alexandersdóttir, 5.9.2008 kl. 16:51

7 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Frábæra myndir hjá þér. Láttu þér líða vel. Kveðja frá Ísafirði.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 5.9.2008 kl. 22:18

8 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Takk öll fyrir góðar kveðjur.......

Anna Jóna, laugardagsfundirnir eru ekki byrjaðir, en það verður vonandi fljótlega

Knús öll og takk

Svanhildur Karlsdóttir, 6.9.2008 kl. 18:57

9 Smámynd: Halla Rut

Mikið ofboðslega eru þetta flottar myndir hjá þér.

Gang þér vel.

Halla Rut , 6.9.2008 kl. 19:21

10 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Halla Rut, takk fyrir...

Svanhildur Karlsdóttir, 6.9.2008 kl. 21:40

11 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

 Myndirnar eru alveg frábærar!

Anna Ragna Alexandersdóttir, 7.9.2008 kl. 13:54

12 identicon

Vona að baráttan við pyttinn gangi vel. Væri ekki gaman ef hægt væri að safna saman fullt af fólki og bara moka ofan í hann svo enginn dytti ofan í hann aftur! Það væri nú algjör draumur.

Skoðaði flickr síðuna þína um daginn og þar voru sko margar rosalega fallegar myndir, þú ert fær með vélina.

Baráttukveðjur

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 18:07

13 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Anna Ragna og Íris, takk...

Svanhildur Karlsdóttir, 8.9.2008 kl. 20:40

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þér venkvennzli mitt, hafið formlega verið klukkuð af minni fantalegu einkavinaperzónu.

Koddu nú nakin fram, gæzkan mín góða...

Steingrímur Helgason, 8.9.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband