5.10.2008 | 18:41
Þunglyndi.
Eins og þeir vita sem þekkja mig, þá hef ég verið að berjast við þunglyndi, kvíða og félagsfælni síðustu ár. Fyrir 1 og ½ ári hætti ég að taka öll lyf, og hef reynt að vinna í sjálfri mér. Það hefur tekist ágætlega, og mikill munur að vera meira meðvituð um allt í kringum mig, ekki uppdópuð og sljó (var að taka um 21 pillu á dag), (geðlyf,róandi,sefandi og svefnlyf), og inn og út af geðdeild.
En í sumar hefur allt verið að síga niður.
Síðustu vikur hafa verið ömurlegar. Síðasta föstudag fór ég til læknis, eftir að ég lýsti minni líðan og hugsunum, teygði hann sig í símann, og sagðist vilja koma mér inn á geðdeild. Ég harðneitaði.
Svo út fór ég frá honum með geðlyf og svefnlyf.
Ég er ekki byrjuð að taka geðlyfin, en tók eina svefnpillu í gærkvöldi og svaf og svaf, hef ekki sofið svona vel og lengi, í fleiri vikur, yndislegt.
Ég geri mér alveg grein fyrir að lyf hjálpa til, en ég er hrædd, svo hrædd um að falla aftur í sama lyfjaátið og var síðustu ár, þessvegna þrjóskast ég við. En kannski byrja ég á morgun, kannski hinn daginn, eða kannski bara ekki neitt.
Ætla að prófa að taka svefnpillu núna á hverju kvöldi og athuga hvort mín líðan verði ekki betri, því góður svefn er fyrir öllu, en ég hef lítið sofið í margar vikur, og er því alltaf þreytt.
Núna eru geðfundir tvisvar í viku, og þeir hjálpa mér mikið.
Einnig fer ég í viðtal á tveggja vikna fresti, hjá félagsmálafulltrúa, hann er frábær.
Take care.
Athugasemdir
Gangi þér vel mín kæra.Knús á þig frá Ísafirði
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 5.10.2008 kl. 21:06
Það er ekkert að því að þurfa að taka lyf og það er oft það eina sem að dugir. Það þarf ekkert endilega að vera einhver hellingur en það er líka hunderfitt að þurfa að viðurkenna það að maður geti ekki funkerað án þessara lyfja. Þau hjálpa og það er staðreynd. Það sem að er allra erfiðast í þessu öllu er að viðurkenna sinn eigin sjúkdóm því að maður er alltaf svo góður í að leiðbeina öðrum og gleymir sjálfum sér. en allavega.... gangi þér vel og vonandi fer þér að líða betur... fundirnir eru líka frábærir svo að þú getur fengið stuðning þar líka..... Bestu baráttukveðjur frá DK Svava
Svava Bjarna (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 21:58
Halló kæra blogg vinkona... mikið eru örlögin merkilega.. ég var eins að ræða um í sústu færslu minni um málin mína en þar tala ég aðalega um líkamlegahlutan en málið er að ég hef einmitt líka verið að brejast við þunglyndi, kvíða, streytu og svefnvanda... og telur geðlæknirinn minn líka jafnvega að ég sé með geðröskun... Svo les ég hér hjá þér opinská og ljúfa færslu um þessi málefni. Ég hef í gegnum tíðina komið með innlegg af þessum hætti og á eftir að gera það á næstunni, því eftir að ég las þetta hjá þér mundi ég eftir því að ég hel alltaf viljað berjsat fyrir tabúum í samfélaginu fyrir málefnum eins og þessum. Þú stendur þig greynilega vel og viðurkennir vandann. Lyfin geta hjálpa þér að ná vissum tökum á ástandinu en á meðan þú ert meðvituð um að þau geta bata hjálpað þér útúr hringiðunni. Þú stendur þig mjög vel... Knús á þig...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 5.10.2008 kl. 22:29
Mundu bara það sem við sögðum við þig á fundinum í gær ! Og þú ert ekkert smá dugleg
Kíki á þig við tækifæri Knús á þig
Anita Sóley (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 11:46
Svefnleysið er slæmt og getur gert hvern mann brjálaðan. Þú hefur staðið þig rosalega vel Svanhildur. Stundum þó það sé fúlt þarf maður að taka lyf til að fleyta sér yfir erfiðasta hjallan og sé ég ekkert að því. Ég skil þig samt að vilja ekki vera á einhverri lyfjasúpu, sem örvar og sefar og allt það rugl.
En stundum þarf maður smá aðstoð til að meika það og það er bara allt í lagi og ekkert til að skammast sín fyrir jafn vel þó maður þurfi inn á geðdeild, þar er kannski akkúrat einhver sem getur hjálpað.
Ég veit líka að ef svefninn skánar lagast ýmislegt, hann er jú ansi mikilvægur, það getur margt klikkað bæði líkamlegt og andlegt ef enginn er svefninn.
Gangi þér vel í baráttunni við pyttinn sama hvaða leið þú velur. Vona að þú finnir þá sem hentar þér.
Kveðja Íris
Íris Gíslad (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 20:26
Maddý (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 20:42
Gangi þér vel elsku Svana mín....knús að norðan
Hulda Margrét Traustadóttir, 6.10.2008 kl. 21:08
á þig mín kæra, þú getur þetta
Gríman, 7.10.2008 kl. 12:43
Að taka lyf eins og á að taka þau samkvæmt læknisráði er eitt, að misnota þau er annað. Tímabundið getur verið nauðsynlegt að nota svefnlyf. Ég vona að þú hafir varnn á og ef þú hefur verið í of miklu lyfjaáti áður þá er full ástæða hjá þér að gera það.
Notaðu öll bjargræði sem þú getur og farðu vel með þig. Það er bara til eitt eintak af þér, farðu vel með það! Knús og kram!
Vilborg Traustadóttir, 7.10.2008 kl. 21:10
Takk öll fyrir stuðning og hvatningu.....
Vil taka fram að ég hef ALDREI misnotað lyf...hef bara tekið þau samkvæmt læknisráði
Knús
Svanhildur Karlsdóttir, 7.10.2008 kl. 21:21
Ekki gleyma því heldur að þú ert miklu sterkari en þú gerir þér grein fyrir!!!
Ég var svo ánægð að eignast móðursystur mína aftur en þú varst búin að vera týnd í nokkur ár. En ef þér líður illa og finnst töflurnar hjálpa þér, ekki þá hika.
En hvernig er þetta með ræktina? Manstu hvað það gerði þér gott og hvað þú varst öflug?? Prófaðu það líka!
Gangi þér vel með þetta allt!
Rósa Hlín (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:32
Einn dag í einu.
Njótum dagsins og lífsins.
Hafdís Lilja Pétursdóttir, 8.10.2008 kl. 08:02
Til hamingju með litla barnið þitt sem á afmæli í dag 10.10. Kveðja úr vinnuhúsinu
Höfuðið (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 14:21
gangi þér vel i þessari baráttu - vona að þú fáir góðan nætursvefn, góð hugmynd að taka svefnpillurnar og sofa.
Sigrún Óskars, 10.10.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.