Flickr.

Í byrjun júli stofnaði ég Flickr-síðu, bara til að geta commentað hjá mínum manni og Maddý vinkonu. 

Maddý var þá nýbúin að vera hér hjá okkur i 2vikur, og smita út frá sér. Tounge

Fór svo að læða þar inn myndum af okkar hundum, sem við höfum átt og eigum.

 

Svo fór áhuginn að kvikna meira og meira, og ég fór að taka allskonar myndir.

 

Fyrir mörgum mörgum árum, átti ég mjög góða myndavél, og tók mikið af myndum, og hafði mikinn áhuga, og var t.d. ljósmyndari fyrir UMSB þegar Landsmótið var haldið í Borgarnesi.    

En minn fyrrverandi fékk myndavélina, þegar við skildum.Angry

 

Svo það var ekki fyrr en í sumar, að áhuginn vaknaði að nýju.

Áttum svona vasa-myndavél frá Olympus, en alveg órtrúleg hvað maður gat náð góðum myndum.    Bara að kunna að stilla hana.FootinMouth

 

Fyrir um 2 vikum síðan eignuðumst við svona ALMENNILEGA myndavél, með tveimur góðum linsum.....og VÁ......maður bara missir sig.

 

Set núna daglega inn myndir á Flickr.  Er komin með um 300 myndir þar, og um 80 contacts, svo nóg að gera daglega við að skoða myndir og reyna að commenta.

Og vá hvað maður sér margar flottar myndir, allsstaðar frá heiminum.

Þarf ekki að segja mikið þar í commentum, svo það er auðveldara fyrir mig, heldur en á Blogginu, þó svo ég lesi daglega hjá mínum Bloggvinum.

 

Þetta er svo gaman.Happy

 

Slóðin á mitt Flickr, og mínum kalli og Maddý, er á síðunni minni.

 

Take care.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úúú ég verð að kíkja á það

Knús

Anita Sóley (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:03

2 identicon

Hæ aftur

Var að kíkja á myndirnar  þínar og þær eru geiðveikt flottar

Annað knús

Anita Sóley (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:12

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Takk Anita mín, hagaði mér eins og geðveikur túristi (veit alveg að ég er geiðveikur Íslendingur) í dag, keyrði um og lagði bílnum þvers og kruss, varð að ná sólsetursmyndum

Svanhildur Karlsdóttir, 20.10.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Kem til með að kíkja á Flickr Vert þú dugleg að taka myndir það virðist gefa þér mikið.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 20.10.2008 kl. 21:48

5 Smámynd: Helga Rós Sveinsdóttir

Þú hefur sko augað fyrir myndefninu og tími til kominn að þú getir sinnt áhugamálinu svo ég segi bara 'GO mamma og blómstraðu' !   

Helga Rós Sveinsdóttir, 21.10.2008 kl. 00:10

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

myndarleg ....

Steingrímur Helgason, 21.10.2008 kl. 00:25

7 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Lífið er ljúft.

Njóttu dagsins.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 21.10.2008 kl. 05:23

8 identicon

Flottar myndirnar hjá þér!!

Höfuðið (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 09:26

9 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Rosa flottar myndir hjá þér Knús

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 21.10.2008 kl. 19:50

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Væri ekki sniðugt að við sem búum á Hornafirði færum saman í ljósmyndaferð?
Það eru víst alveg þónokkrir áhugaljósmyndarar hérna!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.10.2008 kl. 22:36

11 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Róslín, mér líst vel á þessa hugmynd.....

Takk öll fyrir commentin....

Svanhildur Karlsdóttir, 23.10.2008 kl. 00:44

12 identicon

Að eiga áhugamál skiptir miklu máli.

Knús

Maddý (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 22:08

13 Smámynd: Brynja skordal

Vá var að fletta í gegnum myndirnar þínar þær eru æðislegar gaman að skoða takk fyrir það hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 25.10.2008 kl. 10:14

14 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Flottar myndir hjá þér, haltu áfram á þessari braut...knús til ykkar

Hulda Margrét Traustadóttir, 25.10.2008 kl. 19:02

15 Smámynd: Birna Þórkatla Sæmundsdóttir

takk svanhildur mín :) en ég finn ekki gestabókina þína :/

Birna Þórkatla Sæmundsdóttir, 25.10.2008 kl. 19:38

16 identicon

Hæ gamla fóstra langaði að kasta á þig kveðju. Hef ekkert verið í bloggi síðustu vikur. Flott þetta með kaffið ( var reyndar líka að pæla í að gera þetta)  en var ekki búin að framkvæma það. Fín hugmynd að keðjubréfi í kreppunni  Bestu kveðjur úr hólminum. Hér er blessuð blíðan og bæirnir allt um kring. Gelgjan í hólminum.

Hrefna (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 14:00

17 Smámynd: Dagbjört Gerður Magnúsdóttir

Myndirnar þínar eru alveg rosalega fallegur og þú hefur alveg frábært auga fyrir þessu þannig að ég seigi bara "go girl" og haltu þessu áfram

knúsíknús

kv,Dagga 

Dagbjört Gerður Magnúsdóttir, 27.10.2008 kl. 22:05

18 identicon

Áfram nú, er stíflað!!

Höfuðið (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 08:09

19 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

weekend_662605.gif

Anna Ragna Alexandersdóttir, 31.10.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband