Gamli kallinn.

Í dag á  gamli kallinn minn afmæli (hann er nú yngri en ég, en við skulum ekkert vera að minna hann á það), til hamingju elsku Ronni minn.

 

Ég er búin að vera veik síðan um Hvítasunnu, hiti, ljótur hósti, svimi, ógleði og mikið máttleysi,  hef varla orku að labba á milli herbergja, mér líður bara assgoti illa.

Fer nú vonandi að lagast.

 

Minn kall skrapp í ríkið í gær og splæsti í koníak til að hella í mig, ég kom þremur sopum ofan í mig, þetta er svooooo vont.

 

Take care.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei nei, hvaða vitleysa! Koníak er allra meina bót! Er ánægð með Ronna að hafa splæst í þennan eðaldrykk fyrir þig!

Til hamingju með afmælið!

Rósa Hlín (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Í þínum sporum myndi ég alvarlega íhuga þann kost að yngja upp um svona aldarfjórðúng, eða svo.

Menn sem að bera í sínar konur görótta drykki á við þennann, eru greinilega komnir á ~aldur~.

Mín skoðun, sgo.

Steingrímur Helgason, 18.5.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Hehehehehe rofl,,,,,,,,,,,, ~smá~ tísd.........

Runólfur Jónatan Hauksson, 18.5.2008 kl. 00:31

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Takk fyrir kveðjuna, Svanhildur mín.

PS. Þú kannt ekki gott að meta í áfengismálum..

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.5.2008 kl. 13:23

5 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Takk fyrir kveðjurnar.......píndi ofan í mig meira koníaki í gærkvöldi, heilsan betri í dag, líklega er ég ekki orðin nógu gömul til að meta þennan eðaldrykk

Svanhildur Karlsdóttir, 18.5.2008 kl. 18:57

6 identicon

Hurðu, ekki klára allt koníakið áður en ég kem!  Það er rosalega gott að búa til gott kaffi og smá púðursykur og slurk af koníaki ... göróttur eðaldrykkur sem rekur alla flensupúka burtu!

Knús til þín snúlla, vonandi ertu að hressast ...

Já og til hamingju með frænka minn ...

Maddý (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 22:09

7 Smámynd: Ketilás

Til hamingju með kallinn þinn. Gott ef koníakið hressir þig

Knús

Ketilás, 20.5.2008 kl. 08:22

8 Smámynd: Ketilás

átti auðvitað að vera Magga

Ketilás, 20.5.2008 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband