Sigling.

Reif mig upp í morgun til að keyra minn kall í vinnu. Er nú ekki vön því, en núna var hann að fara að vinna á Lóninu, og ég vildi upplifa hans nýju sumarvinnu, og fór því með.  Sá sko ekki eftir því, frábært starfsfólk þar og góður mórall. Fór með honum í fyrstu siglingu dagsins, með fullan bát af breskum túristum.    

Vá hvað þetta var gaman, veðrið hefði getað verið betra en, bíttaði þó engu.

Þetta var mín fyrsta ferð á Lóninu, en vonandi ekki sú síðasta.

Bæði gaman að upplifa þessa tignarlega fegurð á Lóninu og svo líka bara að fylgjast með túristum að upplifa okkar land. Ég fylltist stolti.

 

Í gærkvöldi fór ég í mat til Nonna og Sessu, því Ronni skrapp í veiðiferð, og svo í dag hringdi Sessa og bauð mér aftur í mat í kvöld, ef þetta heldur svona áfram, þá verð ég orðin vel yfir 200 kg þegar árið er liðið, því maturinn hjá þeim er svo góður. Förum reyndar í mat aftur hjá þeim annaðkvöld, en þá kemur öll fjölskyldan saman.

 

Á morgun er frekar erfiður dagur, við fjölskyldan, ætlum að hittast í kirkjugarðinum, og setja ösku tengdapabba (sem lést fyrir um mánuði siðan)  í leiði hans konu (sem dó 1984).

 

Take care.

Ronni skipstjóriP5310011


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér að drífa þig í siglinguna. Veit ekki hvort ég myndi fara verð hálf veik við tilhugsunina Hugsa til ykkar í dag.

Höfuðið (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 09:31

2 identicon

æðislegar myndir ,þetta hefur sko verið skemmtileg upplifun

við hugsum til ykkar allra.takk fyrir spjallið um daginn .alltaf gaman að heyra í þér

magga (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 17:55

3 identicon

Ég vona að þú gerir þér grein fyrir því þvílík forréttindi þetta eru að geta séð þetta fallega landslag! Ég stórövunda þig!

Ofsalega er það fallegt að setja öskuna hans tengdapabba þíns hjá konunni hans!

Rósa Hlín (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 19:38

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ábyggilega æðislegt að sigla um á Lóninu.

Sendi góðar hugsanir og bænir fyrir morgundaginn.

Gott að eiga svona góðakokka fyrir vini...þú getur þá alltaf komið með til Póllands ef kílóin ætla að taka völdin!!!

Vilborg Traustadóttir, 4.6.2008 kl. 20:19

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mér var bent á þig þegar ég nefndi það í kommentum hjá Önnu Kr. (velstyran.blog.is) að ég ætti enga nágranna sem væru að blogga, þá benti hún mér á þig, að þú værir Hornfirðingur, svo ég sendi þér vinaboð núna!
E.s. Er ekki að safna mér inn bloggvinum, var að lesa hérna bloggfærslu um bloggvini þína, ég reyni að vera dugleg að láta vita af mér!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.6.2008 kl. 20:06

6 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Fyrirgefið hvað ég er löt að svara kommentum.

Höfuðið,Magga, Rósa Hlín og Vilborg:  Lónið er yndislegt, og Vilborg, kílóin tóku öll völd fyrir nokkrum árum 

Helga: auðvitað fylgist ég með mínum bloggvinum

Róslín: Velkomin

Svanhildur Karlsdóttir, 8.6.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband