Skrapp á Lónið.

Í dag þá leiddist mér, en það kemur bara fyrir 2-3 á ári, þó svo ég hangi heima alla daga ársins, þá finn ég mér alltaf eitthvað til að gera.

En semsagt í dag kom leiðinn yfir mig.

 Minn kall hringdi heim úr sinni vinnu á Lóninu, og þegar hann heyrði hvernig mér leið, þá stakk hann upp á því að ég renndi vestur á Lón.

Ég til í það, henti hundunum inn í búr og brunaði af stað. Kitlaði benzingjöfina svolítið fast (þori ekki að nefna neinar tölur), og var snögg vestur.

The head in the fog. My husband Ingi Björn is praying Siggi

 Minn kall var úti að sigla þegar ég kom, svo ég settist bara út á pall og spjallaði við þá starfsmenn, sem í landi voru.    

Þar var ungur og myndarlegur strákur sem siglir zodiak-bátum, ég blikkaði og blikkaði og það dugði (segið svo að gamlar konur geti ekki neitt).

Fékk yfir klukkutíma rúnt með honum á zodiak, æðislegt.    Tók nokkrar myndir, þegar ég hafði rænu til, (var svo dolfallin af útsýni og fleiru ).

 Fór svo í siglingu með mínum kalli, í svartaþoku. Bara gaman að því, en ég vorkenndi þeim ferðamönnum sem voru um borð, í sinnu fyrstu ferð, og sáu lítið sem ekkert.

 Svo þessi leiðinlegi dagur endaði vel.

 Takk fyrir mig.

 

Take care.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Myndarlegur þessi drengur þarna á mynd númer 2.

Steingrímur Helgason, 27.7.2008 kl. 00:20

2 identicon

Ánægð með þig Gerðu oftar eitthvað svona og keyrðu lengra vestur Hér var setið og þó ekki setið inni í sólinni, uppbygging er hafin aftur

Höfuðið (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 09:16

3 identicon

ohhh hvað ég öfunda þig!!  Svakalega fínar myndir hjá þér!!

Knús á þig

Maddý (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 16:41

4 identicon

líst sko vel á að þú hafir farið í vinnuna með ronna.

mikið rosalega eru þetta fallegar myndir.það er alltaf svo gaman

að fylgjast með þérkossar og knús á höfn

kv frá Akureyri 

magga (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 20:32

5 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Þetta er fallegur dagur í dag!

Njóttu.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 31.7.2008 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband