Þursabit.

Vaknaði illa síðasta sunnudag, komin með þursabit í bakið.   Fékk oft svona þegar ég var yngri , en lagaðist um þrítugsaldurinn, veit ekki af hverju..  Núna eru um 2 ár síðan þetta kom síðast.

 

En jæja, hef skakklappast um húsið síðustu daga, og gert heimilisverkin. Hef fengið fylgd í búðina,  því oft vilja hnén gefa sig og mér finnst leiðinlegt að krjúpa fyrir framan hina og þessa, betra að geta haldið í einhvern.

 

Minn kall átti frí í gær og í dag frá Lóninu, og átti því að vinna á netaverkstæðinu.

En hann hefur verið assgoti veikur síðustu 5 daga, svo ég pantaði tíma hjá lækni og rak hann þangað í gærmorgun.

 

Minn kall kom hingað heim frá læknaheimsókn  með skottið á milli lappana, og sagði að læknirinn hefði skipað sér í rúmið, og mér í apótekið til að sækja lyf, hann var kominn með í lungun.

Svo það er ekki mikið gaman hjá okkur gömlu þessa dagana, hann hóstar og svitnar og ég labba skökk og snúin og urra af verkjum.

En þetta lagast.

 

Stofnaði flickr-síðu um daginn og er mikið þar, bæði að setja inn myndir og skoða hjá öðrum, virkilega gaman.

 

Take care.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrefna Gissurardóttir

Komdu sæl, gamla hvað? Frábært að geta fylgst með þér unga snót Hilsen, gelgjan úr hólminum  nema hvað.....

Hrefna Gissurardóttir , 31.7.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Brynja skordal

Æ vona að þið hjónin farið að hressast farið vel með ykkur hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 1.8.2008 kl. 08:36

3 identicon

Takk fyrir innlitskvittið þitt. Ég skil að það geti verið óþægilegt að krjúpa fyrir Pétri eða Páli, aldrei að vita nema þeir héldu að um bónorð væri að ræða!!

Vona að þið farið að hressast kæru hjón

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 11:48

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vondi veiki þursinn þinn beit þig í bakið af því að þú ert með myndasíðu á netinu ???

Steingrímur Helgason, 1.8.2008 kl. 14:09

5 identicon

Mikið gaman að hafa ykkur hjónin með á flikkinu ...

Látið ykkur batna krúsidúllurnar mínar ...

Maddý (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 19:16

6 identicon

Skemmdist ekkert útlitið á síðunni þinni hérna þegar bilunin varð á blogginu?  Mín síða er öll í rugli ... !!

Maddý (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 19:17

7 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þursabit er ekkert mjög gott að hafa og er þjáningarfullur andskoti,vonandi lagast þetta hjá þér og eins vona ég að maðurinn þinn nái sér.

Magnús Paul Korntop, 2.8.2008 kl. 19:19

8 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Knús til ykkar, þið rífið ykkur upp úr þessu - ekki spurning....go, go .....MT

Hulda Margrét Traustadóttir, 3.8.2008 kl. 13:43

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Æ, þið verðið að fara vel með ykkur!
Láttu þér batna

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.8.2008 kl. 10:21

10 identicon

Er byrjuð að lesa bloggið þitt aftur eftir löng veikindi. Gaman að heyra í þér, vona að þið hressist bæði hjónin. Kveðja Inga Jónasar.

Inga Jónasar (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 14:22

11 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Óskaplega er ég hrifin af "En þetta lagast" setningunni - orð að sönnu.

Njóttu dagsins.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 6.8.2008 kl. 07:26

12 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Ég sendi ykkur kveðju með von um skjótan bata. Hafið þið það sem best.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 6.8.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband