Borgarnesferð.

Síðasta fimmtudag henti ég einhverju nauðsynlegu og ónauðsynlegu drasli í ferðatösku, og brunaði í Borgarnes. Tók Maddý með mér (en hún hafði verið hér í heimsókn hjá okkur í nokkra daga) og einnig kom dóttir mín með (Helga) og hennar elsta barn (Amalía), sem  er mitt elsta barnabarn, 13 ára gelgja.

Okkar fyrsta stopp var á Jökulsárlóni, svo ég gæti kysst minn kall bless, en hann er að vinna þar, og Maddý notaði tækifærið og tók nokkrar myndir.

Þegar til Reykjavíkur var komið, var Maddý hent út og henni skipað  heim að sofa,(Maddý komdu sem fyrst aftur, æðislegt að hafa þig hér), Amalíu var næst hent út, til ömmu sinnar og afa, en áfram brunuðum við Helga í Borgarnes.

 

 Inga systir mín, útskrifaðist sem sjúkraliði í mai, og hélt útskriftarveislu á laugardeginum, þar sem ættingjar og vinir komu saman.  Flott veisla og mikið gaman.

 

Þetta voru yndislegir dagar, meiriháttar að hitta ættingja, og gamla og góða vini. Við hittumst alltof sjaldan.

 Heimsótti vini og ættingja þessa daga, og hefði viljað heimsækja fleiri, en tíminn bara flaug áfram, geri betur næst.

 

Kom heim í kvöld ánægð eftir ferðina, en enn meira ánægð að vera komin heim, og mikið tóku hundarnir vel á móti mér, þeir urðu alveg stjörnu-snarvitlausir, hlupu í hringi, vældu, sleiktu mig og flöðruðu, tóku hopp hipp hopp og geltu. (kallinn minn lét alveg eins).

 

Take care.


Maddýarheimsókn.

Já, ég veit það, ég er hundlöt við að blogga, þó ég hafi margt að segja, þá er erfitt að koma því frá sér, bæði vegna ritstíflu og líka vegna þess, hvað ég er alltaf kvíðin eftir að ég birti mitt blogg.     En samt hefur þetta blogg hjálpað mér mikið.

 

Síðasta þriðjudag kom Maddý vinkona fljúgandi hingað í heimsókn. (hún kom með flugvél, því miður fyrir hana því hún er svo flughrædd, hefði verið betra ef hún hefði flogið á sínum vængjum).

Maddý er mín bloggvinkona, og hún var svaramaður mannsins míns, þegar við giftumst, og er besta vinkona okkar hjónanna.

 

Maddý er myndafrík, ég meina, hún elskar að taka myndir. Svo við höfum farið með hana hér um allt, til að taka myndir.

 

Á miðvikudagskvöldinu fórum við með hana út á Stokksnes, en þar er mikið kríuvarp, og þar tók hún helling af myndum.

 

Og hér innanbæjar, hleypur hún inn í hús til að tæma myndavélina, því það mikið er myndavalið, mikið kríuvarp bara hér úti í Óslandi, um 3 mín. að keyra héðan frá okkar húsi.  

 

Maddý sko elskar fugla.

 

Í dag skelltum við Maddý okkur í ferð vestur á Jökulsárlón (þar sem minn kall vinnur í sumar) og tróðum okkur í ferð með mínum skipstjórakalli.  Vá vá vá, ég varð hálf heyrnarlaus, að standa svona við hliðina á Maddý, því hún hékk á myndavélinni, og það heyrðist bara "klikk klikk klikk"   Hún gjörsamlega fríkaði út.

 

Stuttu eftir að við komum í land, (vorum að reykja og drekka kaffi), birtist allt í einu fyrir framan okkur, þessi fjallmyndarlegi strákur, með 2 vesti, og segist vera að fara með okkur í Zodiak-ferð um Lónið.   Við í vestin, og eltum hann með lafandi tungu. Hann skipar okkur um borð í tuðruna, og við hlýðum, og brunað er út á Lónið.

 

Þessi ferð var ólýsandi, ég meina ég get varla lýst henni. Maddý lá á botninum og tók myndir, en ég hékk ofaná tuðrunni, og reyndi að benda á gott myndefni.

Við vorum svo úrvinda eftir þetta allt saman, að ég rétt náði að keyra þennan klukkutíma heim, og þá bara lágum við og stundum.     Þessi Zodiak-ferð var bara meiriháttar, þó svo hinar ferðinar séu góðar, þá slær þetta allt út, allt annað sjónarhorn.

 

Well, komið nóg í bili.

 

Take care.

 

 


Sigling.

Reif mig upp í morgun til að keyra minn kall í vinnu. Er nú ekki vön því, en núna var hann að fara að vinna á Lóninu, og ég vildi upplifa hans nýju sumarvinnu, og fór því með.  Sá sko ekki eftir því, frábært starfsfólk þar og góður mórall. Fór með honum í fyrstu siglingu dagsins, með fullan bát af breskum túristum.    

Vá hvað þetta var gaman, veðrið hefði getað verið betra en, bíttaði þó engu.

Þetta var mín fyrsta ferð á Lóninu, en vonandi ekki sú síðasta.

Bæði gaman að upplifa þessa tignarlega fegurð á Lóninu og svo líka bara að fylgjast með túristum að upplifa okkar land. Ég fylltist stolti.

 

Í gærkvöldi fór ég í mat til Nonna og Sessu, því Ronni skrapp í veiðiferð, og svo í dag hringdi Sessa og bauð mér aftur í mat í kvöld, ef þetta heldur svona áfram, þá verð ég orðin vel yfir 200 kg þegar árið er liðið, því maturinn hjá þeim er svo góður. Förum reyndar í mat aftur hjá þeim annaðkvöld, en þá kemur öll fjölskyldan saman.

 

Á morgun er frekar erfiður dagur, við fjölskyldan, ætlum að hittast í kirkjugarðinum, og setja ösku tengdapabba (sem lést fyrir um mánuði siðan)  í leiði hans konu (sem dó 1984).

 

Take care.

Ronni skipstjóriP5310011


Úr einu í annað.

Elsta systir mín (við erum 3 systurnar, enginn bróðir, og ég er yngst, ) útskrifaðist sem sjúkraliði síðasta laugardag. Hún býr í Borgarnesi og hefur verið í fjarnámi frá Fjölbraut á Akranesi síðustu ár.  Hún vann á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi í 13 ár, en fyrir tæpu ári síðan gerðist hún læknaritari á Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi.  Hún náði öllu með glæsibrag, og fékk líka viðurkenningu fyrir árangur í sérgreinum á sjúkraliðabraut. Til hamingju elsku Inga og mikið er ég stolt af þér. Hún verður 56 ára í haust. Wizard

 

Ég á lítið eftir að sjá kallinn minn í sumar. Næstu helgi byrjar hann að vinna á Jökulsárlóni, sigla um með túrista. Hann fær leyfi frá Netagerðinni þar sem hann er að vinna, til að stunda þetta í sumar. Þetta verður mikil tilbreyting og gaman fyrir hann.

Mér skilst að hann vinni í 4 daga, og fái frí í 2 daga. Og þegar þessir 2 frídagar bera upp á virka daga, þá ætlar hann að vinna í Netagerðinni. Ef eitthvert vinnufrí verður hjá honum, þá fer hann í golf.

 

Hann var einmitt á síðustu helgi að spila á golfmóti hér, og vann fyrsta sætið. Í verðlaun var inneign hjá Lyfju hér á Höfn, sem ég fékk að hirða. Því arkaði ég þangað í dag, og eiganðist ilmvatn.   Alveg kominn tími til. Var farin að lykta illa, hafði ekki eignast ilmvatn í 2 ár. Kissing

 

Sólveig og Veigar litli fluttu frá okkur fyrir um 10 dögum. Þau fóru inn í Nes til Jóns og Döggu, og verða þar, þar til um næstu mánaðarmót þegar Sólveig fær íbúð hér á Höfn.

Þau voru búin að búa hér hjá okkur í 9 vikur, og við erum varla ennþá búin að átta okkur á því, að við séum bara tvö í kotinu með hundana. ( kappklæðum okkur ef við þurfum að bregða okkur á wc um nætur). Pinch

 

Er að verða svona næstum því hress, eftir flensuna sem ég fékk fyrir, vá mörgum vikum. Er ennþá hóstandi og þrekið ekki alveg komið, svitna við hverja hreyfingu.

En, svona er víst að vera gömul og lúin, allt tekur sinn tíma.

 

Helga dóttir mín kom í síðustu viku, og skúraði allt fyrir mig, ég neyddist til að játa mig sigraða á því sviði.  Mikið var yndislegt að ganga um húsið með hreingerningarlyktina í nebbanum, og vita að allt var hreint. Rembist enn við að ryksuga og halda hreinu.

Helvítis gigtin. Angry

 

Andlega hliðin hefur bara verið nokkuð góð (miðað við aðstæður og áföll), hef farið á geðfundi 2 í viku, en núna í sumar verður það bara 1 sinni í viku. Ætlum að hvíla laugardagsfundina fram á haust, því fólk er ekki mikið heima um helgar í sumar.

 

Take care.

 

 

 

 


Bloggvinir.

Ég tók til á mínum bloggvinalista fyrir nokkru síðan. Af hverju? Jú, ég missti góðann vin, tengdapabba minn, sem ég sakna svo mikið.

Þegar ég bloggaði um hans andlát, fékk ég mörg falleg comment, en margir sem voru mínir bloggvinir, sögðu ekki orð, þó svo þeir væru að blogga daglega, og sumir oft á dag.

Það sýndi mér, að margir af mínum bloggvinum voru ekki að lesa mig.    Til hvers að eiga svona vini ?

Ég veit alveg að margir eiga svo marga bloggvini að þeir komast ekki yfir það að lesa allar færslur á einum degi. En common, mín færlsa stóð í 14 daga, og ekkert kom frá þeim.

Ég varð fyrir höfnun, sem ég á ekki gott að díla við núna.

Ef þú átt bloggvini, þá hlýtur þú að lesa þeirra færslu á 14 dögum.

En kannski eru sumir bara að safna bloggvinum, vilja eiga sem flesta, þó svo þeir lesi aldrei neitt hjá þeim.    Það er ekki gott.

Ég skal alveg viðurkenna að ég commenta ekki daglega hjá mínum bloggvinum, þó svo ég lesi þá, en ef einhver verður fyrir svona missi, eins og varð hjá mér, þá auðvitað votta ég mína samúð, ég hef tilfinningar.

 

Ég rakst líka á svona "samúðarlokun" hjá sumum hér úti í bæ. 

Hitti hjón úti í búð (SEM ÉG ÞEKKI VEL) stuttu eftir að tengdapabbi dó, frúin dró sig í hlé, en maðurinn spurði bara um minn kall.  Engin hlý orð í minn garð.  Æi mikið var þetta sárt.

Ég veit alveg að stundum veit maður ekki hvernig maður á að haga sér í kringum fólk, sem hefur misst náinn ættingja, en, það er alltaf hægt að segja:" Ég samhryggist þér"

Ef að ég get ekkert sagt við fólk, þá faðma ég það að mér.

Það munar svo mikið um allan samhug.

 

Take care.


Gamli kallinn.

Í dag á  gamli kallinn minn afmæli (hann er nú yngri en ég, en við skulum ekkert vera að minna hann á það), til hamingju elsku Ronni minn.

 

Ég er búin að vera veik síðan um Hvítasunnu, hiti, ljótur hósti, svimi, ógleði og mikið máttleysi,  hef varla orku að labba á milli herbergja, mér líður bara assgoti illa.

Fer nú vonandi að lagast.

 

Minn kall skrapp í ríkið í gær og splæsti í koníak til að hella í mig, ég kom þremur sopum ofan í mig, þetta er svooooo vont.

 

Take care.


11.maí.

Í dag á yngsta barnabarnið mitt afmæli,  til hamingju elsku Karl Ágúst minn með 1 árs afmælið.

 

Í dag á líka Kópavogur afmæli, en ég bjó þar frá 8 ára aldri til 17 ára, til hamingju Kópavogur.

 

Í dag er afmælisdagur mömmu, en hún dó 1993.

 

Í dag er mæðradagur, til hamingju mömmur.

 

Í dag er Hvítasunnudagur, og mörg börn hér í bæ að fermast, til hamingju.

 

Í dag er lokadagur vetrarvertíðar.

 

Take care.

 


Tengdapabbi.

Tengdapabbi minn lést í gærkvöldi, mikið á ég eftir að sakna hans.

Tárin renna og ég get lítið skrifað, vísa hér í blogg mannsins míns.

 

http://ronnihauks.blog.is/blog/ronnihauks/entry/521211/

 


Litun og fleira.

Í fyrradag  arkaði ég út í Efnalaugina hér á staðnum. Spurði hvort þau lituðu föt, svarið var nei, en við seljum fatalit..  Ég litaði mín föt nokkuð oft fyrir svona 30 árum, og ákvað því að slá til og prófa, og keypti bláan lit.

Eignaðist í fyrra léttan sumarjakka, sem var svo ljós-ljós-blár að hann rann saman við minn húðlit, og átti hvítar buxur sem ég gat verið í mesta lagi 10 mín. þá voru komnir blettir, er svoddan brussa.

Jæja, skellti öllu í þvottavélina og beið.

Út komu kóngabláar buxur  með hvítum saumi, og kóngablár jakki með lillabláu fóðri, og hvítum saumi. Errm

 

Spurningin er hvort ég kaupi mér ekki bara svartann lit og skelli aftur öllu í þvottavélina.

 

Veigar litli (afastrákurinn sem býr hjá okkur ásamt mömmu sinni), datt illa í gærkvöldi. Tennurnar fóru í gegnum neðri vörina, og þurfti að sauma 4 spor.

Hann stóð sig vel í saumaskapnum og vinkaði lækninum "bæbæ" þegar hann fór.

 

Kisurnar sem mamma hans kom með og fóru fljólega í fóstur hér úti í bæ, vegna míns kattarofnæmis, komu aftur hingað fyrir 10 dögum. Þær eru bara lokaðar uppi í gestaherbergi (jú þær fá að fara út í garð og hlaupa og leika sér, en skila sér alltaf heim aftur....því miður) og forðast ég það, en er orðin ansi pirruð í nebba og augum.

 

Núna eru komnar 5 vikur síðan þau fluttu hingað til okkar,

 

 

Bakflæðið hefur verið mig lifandi að drepa síðustu 3 daga, sef lítið, (er samt komin með 5 kodda við bakið), og má ekki halla mér útaf við sjónvarpsgláp, þá kemur það á fullu.

 

Og blóðþrýstingurinn er of hár líka, neðri mörkin hanga í 89-103.

 

Ég er orðin assgoti þreytt. Sleeping

 

Take care.

 

 

 


18.apríl.

Í dag á næstelsti sonur minn afmæli, 26 ára, til hamingju elsku Einar Trausti minn.

 

Hann var tekinn með keisara 6 vikum fyrir tímann, fylgjan var fyrir, 3 vikum áður fór að blæða og missti ég þá um 2 lítra af blóði, lá á meðgöngudeild þessar 3 vikur, þar til einn daginn fór aftur að blæða og ég þá skorin.

Læknar gáfu honum enga von, og lét ég skíra hann á öðrum degi. En minn litli kall gafst ekki upp. Hann var vikugamall þegar ég fékk hann fyrst í fangið.

Næstu 3 ár voru erfið, hann var meira á spítala en heima, og alltof oft nær dauða en lífi.

Hann er spastískur, fæturnir mjög snúnir, en með hörkunni gat hann gengið um 2 ára aldur.

Þegar hann varð eldri, fór hann að æfa frjálsar, og keppti á mörgum mótum, bæði hér heima og erlendis, og vann marga titla.

Hann var einu sinni kosinn íþróttamaður Borgarbyggðar og tvisvar kosinn íþróttamaður Borgarfjarðar.

Síðasta mótið sem hann keppti á var Ólimpíumót fatlaðra í Sydney. Honum gekk ágætlega þar, en var langt frá sínu besta. Ástæðan var brjósklos í baki. Hann fór svo í aðgerð árið 2000, og hefur ekki náð sér á strik síðan.

Í dag býr hann í Borgarnesi, keypti sér þar íbúð og vinnur eins mikið og hans fötlun leyfir.

 

Mikið er ég stolt af honum.

 

Take care.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband